Innlent

Dráttarvél eyðilagðist í eldi

Dráttarvél gjöreyðilagðist í eldi við bæinn Engihlíð í Vopnafirði í gærkvöldi en eldurinn náði ekki að teygja sig í íbúðarhúsið. Vélin var mannlaus þegar eldsins varð vart og var hann þá þegar orðinn magnaður. Svo vel vildi til að vindátt stóð af íbúðarhúsinu á dráttarvélina þannig að eldtugurnar náðu ekki til hússins. Vel gekk að slökkva eldinn en dráttarvélin er gerónýt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×