Myndi valda óþarfa þenslu 17. september 2004 00:01 Mjög óskynsamlegt væri hjá ríkinu að ráðast í framkvæmdir við Sundabraut á næsta ári að sögn Tryggva Þórs Herbertssonar, forstöðumanns Hagfræðistofnunar Háskólans. R-listinn hefur lýst því yfir að vilji sé til þess hjá borgaryfirvöldum að hefja framkvæmdir við Sundabraut jafnvel strax á næsta ári. Sundabrautin hefur þannig verið sett efst á forgangslista stórframkvæmda í Reykjavík og gerð mislægra gatnamóta við Miklubraut og Kringlumýrarbraut slegið á frest. Fyrir liggur að Sundabrautin mun kosta átta til tólf milljarða króna, allt eftir því hvaða leið verður valin. "Þó Sundabrautin sé arðsöm framkvæmd þá ber að fresta henni í því efnahagsástandi sem við erum í núna," segir Tryggvi Þór. Hann segir að framundan sé hagvaxtarskeið með auknum kaupmætti og nauðsynlegt sé að hafa hemil á opinberum framkvæmdum ef verðbólgan eigi ekki að fara af stað. "Ef farið verður út í þessa framkvæmd mun það auka enn frekar á þensluna í þjóðfélaginu og gera hagstjórnina erfiðari en ella." Tryggvi Þór segir að ef valið standi milli Sundabrautar og mislægra gatnamóta við Miklubraut og Kringlumýrarbraut, sem sé framkvæmd upp á þrjá milljarða sé mun skynsamlegra út frá hagstjórnarlegu sjónarmiði að fara í framkvæmdir við mislægu gatnamótin fyrst. "Ég tel nú reyndar að það eigi að bíða alveg með þetta eins og útlitið er núna." Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands, tekur í sama streng og Tryggvi Þór varðandi efnhagsleg áhrif Sundabrautar. "Það er alveg ljóst að í því efnahagsástandi sem er núna þá myndi Sundabrautin ýta undir þenslu í þjóðfélaginu. Einkaneysla er mjög mikil og á sama tíma er verið að boða skattalækkanir þannig að það er augljóst að einhvers staðar verður að spyrna við. Framkvæmd upp á tíu til tólf milljarða á næstu þremur til fjórum árum myndi hafa slæm áhrif ef ríkið myndi ekki draga saman seglin annars staðar." Fréttir Innlent Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Sjá meira
Mjög óskynsamlegt væri hjá ríkinu að ráðast í framkvæmdir við Sundabraut á næsta ári að sögn Tryggva Þórs Herbertssonar, forstöðumanns Hagfræðistofnunar Háskólans. R-listinn hefur lýst því yfir að vilji sé til þess hjá borgaryfirvöldum að hefja framkvæmdir við Sundabraut jafnvel strax á næsta ári. Sundabrautin hefur þannig verið sett efst á forgangslista stórframkvæmda í Reykjavík og gerð mislægra gatnamóta við Miklubraut og Kringlumýrarbraut slegið á frest. Fyrir liggur að Sundabrautin mun kosta átta til tólf milljarða króna, allt eftir því hvaða leið verður valin. "Þó Sundabrautin sé arðsöm framkvæmd þá ber að fresta henni í því efnahagsástandi sem við erum í núna," segir Tryggvi Þór. Hann segir að framundan sé hagvaxtarskeið með auknum kaupmætti og nauðsynlegt sé að hafa hemil á opinberum framkvæmdum ef verðbólgan eigi ekki að fara af stað. "Ef farið verður út í þessa framkvæmd mun það auka enn frekar á þensluna í þjóðfélaginu og gera hagstjórnina erfiðari en ella." Tryggvi Þór segir að ef valið standi milli Sundabrautar og mislægra gatnamóta við Miklubraut og Kringlumýrarbraut, sem sé framkvæmd upp á þrjá milljarða sé mun skynsamlegra út frá hagstjórnarlegu sjónarmiði að fara í framkvæmdir við mislægu gatnamótin fyrst. "Ég tel nú reyndar að það eigi að bíða alveg með þetta eins og útlitið er núna." Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands, tekur í sama streng og Tryggvi Þór varðandi efnhagsleg áhrif Sundabrautar. "Það er alveg ljóst að í því efnahagsástandi sem er núna þá myndi Sundabrautin ýta undir þenslu í þjóðfélaginu. Einkaneysla er mjög mikil og á sama tíma er verið að boða skattalækkanir þannig að það er augljóst að einhvers staðar verður að spyrna við. Framkvæmd upp á tíu til tólf milljarða á næstu þremur til fjórum árum myndi hafa slæm áhrif ef ríkið myndi ekki draga saman seglin annars staðar."
Fréttir Innlent Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Sjá meira