Innlent

Lögreglukærur ganga á víxl

Lögmaður Hundaræktarinnar í Dalsmynni fór í gær fram á lögreglurannsókn á meintum brotum gegn búinu og eigendum þess. Lengi hefur staðið styr um búið, meðal annars vegna stærðar þess. Er svo komið að kærur til lögreglu eru farnar að ganga á víxl. Í þessu síðasta tilviki biður lögmaður búsins um lögreglurannsókn á því hvort skrif Magneu Hilmarsdóttur á heimasíðu sem hún heldur úti gegn búinu brjóti í bága við ákvæði almennra hegningarlaga. Umrædd Magnea hafði áður kært búið til lögreglunnar, en kærunni var vísað frá. Í kæru lögmanns Dalsmynnis segir að eigendur búsins hafi um árabil sætt atvinnurógi, ærumeiðandi ummælum og alvarlegum ásökunum af hálfu Magneu Hilmarsdóttur, sem hafi farið hamförum í stofnunum og fjölmiðlum í rógsherferð á hendur búinu og forsvarsmönnum þess. Nú sé mælirinn fullur, þar sem Magnea fullyrði opinberlega að parvó-sýking og kennel-hósti séu viðloðandi hundabúið og gefi það í skyn að hundarnir þar séu ekki ormhreinsaðir. Þetta sé alrangt, enda sé búið undir eftirliti dýralæknis búsins sem og héraðsdýralæknis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×