Innlent

Fengu sextíu milljónir

Tryggingastofnun greiddi í fyrra tæplega sextíu milljónir króna vegna sjúkrakostnaðar íslenskra ferðamanna; 29 milljónir vegna ferða í löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins, 27 milljónir til landa innan svæðisins og rúma milljón króna til endurgreiðslu á beinum útlögðum kostnaði einstaklinga í EES löndunum. Ferðamenn geta á grundvelli EES-reglna um almannatryggingar fengið nauðsynlega sjúkrahjálp þegar þörf krefur hjá heilbrigðiskerfi hins opinbera í löndunum. Sjúkrakostnaðurinn er svo gerður upp eftir á, beint milli tryggingastofnana viðkomandi landa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×