Guðjón Valur á leið til Gummersbach 15. desember 2004 00:01 Fjögurra ára veru Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá TUSEM Essen lýkur 29. maí á næsta ári er hann leikur á heimavelli gegn félaginu sem hann mun leika með á næstu tvö árin, Gummersbach. Það verður eflaust skrítin tilfinning fyrir Guðjón Val sem hefur liðið vel hjá Essen og er eingöngu að fara frá félaginu til þess að prófa nýja hluti. "Þetta er búinn að vera frábær tími hjá Essen og svolítið erfitt að yfirgefa félagið. Mér finnst ég hafa tekið stöðugum framförum hjá félaginu og þjálfari liðsins er alveg stórkostlegur. En við fjölskyldan vildum prófa nýja hluti og því tók ég þessa ákvörðun," sagði Guðjón Valur í samtali við Fréttablaðið í gær en hann var þá nýkominn af æfingu þar sem leikmenn Essen lögðu línurnar fyrir leikinn gegn Minden í kvöld. Guðjón segist hafa komið heiðarlega fram við Essen frá því hann ákvað að söðla um og hann yfirgefur félagið í góðu. "Þeir vildi halda mér og buðu mér mjög fínan samning. Ég afþakkaði gott tilboð, kom heiðarlega fram og sagðist vilja fara nýjar leiðir. Ég byrjaði síðan að ræða við Gummersbach fyrir þrem til fjórum vikum síðan og við munum væntanlega skrifa undir samninginn á fimmtudag eða föstudag," sagði Guðjón Valur en hann er að ganga í raðir liðs sem hefur sterkari leikmannahóp en Essen og mun að öllum líkindum vera í toppbaráttu þýsku deildarinnar næstu árin. Þar að auki er mikil stemning í kringum félagið og mætingin á leiki liðsins mjög góð. "Þeir hafa hingað til leikið örfáa leiki í 18 þúsund manna höll í Köln en á næsta tímabili munu þeir spila ellefu leiki þar. Ég hef spilað gegn þeim í þessari höll og það er alveg frábært. Það verður mikil upplifun að spila þar á næstu leiktíð en aldrei hafa færri en 14 þúsund manns mætt á þessa leiki þeirra í Köln. Svo er Gummersbach líka með með hörkusterkan leikmannahóp og ég bíð spenntur eftir því að leika með félaginu," sagði Guðjón Valur Sigurðsson, tilvonandi leikmaður Gummersbach. Íslenski handboltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Sjá meira
Fjögurra ára veru Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá TUSEM Essen lýkur 29. maí á næsta ári er hann leikur á heimavelli gegn félaginu sem hann mun leika með á næstu tvö árin, Gummersbach. Það verður eflaust skrítin tilfinning fyrir Guðjón Val sem hefur liðið vel hjá Essen og er eingöngu að fara frá félaginu til þess að prófa nýja hluti. "Þetta er búinn að vera frábær tími hjá Essen og svolítið erfitt að yfirgefa félagið. Mér finnst ég hafa tekið stöðugum framförum hjá félaginu og þjálfari liðsins er alveg stórkostlegur. En við fjölskyldan vildum prófa nýja hluti og því tók ég þessa ákvörðun," sagði Guðjón Valur í samtali við Fréttablaðið í gær en hann var þá nýkominn af æfingu þar sem leikmenn Essen lögðu línurnar fyrir leikinn gegn Minden í kvöld. Guðjón segist hafa komið heiðarlega fram við Essen frá því hann ákvað að söðla um og hann yfirgefur félagið í góðu. "Þeir vildi halda mér og buðu mér mjög fínan samning. Ég afþakkaði gott tilboð, kom heiðarlega fram og sagðist vilja fara nýjar leiðir. Ég byrjaði síðan að ræða við Gummersbach fyrir þrem til fjórum vikum síðan og við munum væntanlega skrifa undir samninginn á fimmtudag eða föstudag," sagði Guðjón Valur en hann er að ganga í raðir liðs sem hefur sterkari leikmannahóp en Essen og mun að öllum líkindum vera í toppbaráttu þýsku deildarinnar næstu árin. Þar að auki er mikil stemning í kringum félagið og mætingin á leiki liðsins mjög góð. "Þeir hafa hingað til leikið örfáa leiki í 18 þúsund manna höll í Köln en á næsta tímabili munu þeir spila ellefu leiki þar. Ég hef spilað gegn þeim í þessari höll og það er alveg frábært. Það verður mikil upplifun að spila þar á næstu leiktíð en aldrei hafa færri en 14 þúsund manns mætt á þessa leiki þeirra í Köln. Svo er Gummersbach líka með með hörkusterkan leikmannahóp og ég bíð spenntur eftir því að leika með félaginu," sagði Guðjón Valur Sigurðsson, tilvonandi leikmaður Gummersbach.
Íslenski handboltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum