Boltar í stað stóla 28. september 2004 00:01 Æfingaboltar rúlla nú um líkamsræktarstöðvarnar enda nýjasta æðið í heimi heilsuræktar. Krisztina G. Agueda er menntaður íþróttakennari og hefur réttindi til Fit-ball kennslu og þjálfunar, en Fit-ball eru æfingaboltar sem koma frá Ítalíu þar sem heilt æfingakerfi hefur verið smíðað í kringum þá. "Með notkun Fit-ball í æfingum er dregið úr spennu í líkamanum þar sem líkamsþyngdin er studd af boltanum og getur komið í veg fyrir meiðsl á liðamótum, þar sem boltinn hjálpar til við að draga úr álagi á liðamót í æfingum," segir Krisztina sem sjálf notar boltann daglega og hefur meira að segja skipt út stólum á heimili sínu fyrir bolta. "Við sitjum á boltunum heima hjá mér og það er svo miklu betra fyrir skrokkinn en að sitja á stól," segir Krisztina sem vaggar barni sínu í svefn á meðan hún situr sjálf á boltanum. "Allir geta notað þessa bolta og henta sérstaklega vel fyrir þá sem eiga við einhver vandamál að stríða, en einnig ófrískar konur og börn," segir Krisztina. Mikilvægt segir hún þó vera að læra að nota boltann rétt og skiptir máli að sækja tíma til kennara sem hafa réttindi til kennslu, en sjálf stendur hún fyrir námskeiðum fyrir kennara og sjúkraþjálfara. Boltarnir eru ekki dýrir en þeir kosta á bilinu 2.000 til 3.000 krónur og fást í flestum íþróttavöruverslunum. "Þeir kosta mun minna en venjulegur stóll og eru mun betri,"segir Krisztina. Heilsa Mest lesið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Æfingaboltar rúlla nú um líkamsræktarstöðvarnar enda nýjasta æðið í heimi heilsuræktar. Krisztina G. Agueda er menntaður íþróttakennari og hefur réttindi til Fit-ball kennslu og þjálfunar, en Fit-ball eru æfingaboltar sem koma frá Ítalíu þar sem heilt æfingakerfi hefur verið smíðað í kringum þá. "Með notkun Fit-ball í æfingum er dregið úr spennu í líkamanum þar sem líkamsþyngdin er studd af boltanum og getur komið í veg fyrir meiðsl á liðamótum, þar sem boltinn hjálpar til við að draga úr álagi á liðamót í æfingum," segir Krisztina sem sjálf notar boltann daglega og hefur meira að segja skipt út stólum á heimili sínu fyrir bolta. "Við sitjum á boltunum heima hjá mér og það er svo miklu betra fyrir skrokkinn en að sitja á stól," segir Krisztina sem vaggar barni sínu í svefn á meðan hún situr sjálf á boltanum. "Allir geta notað þessa bolta og henta sérstaklega vel fyrir þá sem eiga við einhver vandamál að stríða, en einnig ófrískar konur og börn," segir Krisztina. Mikilvægt segir hún þó vera að læra að nota boltann rétt og skiptir máli að sækja tíma til kennara sem hafa réttindi til kennslu, en sjálf stendur hún fyrir námskeiðum fyrir kennara og sjúkraþjálfara. Boltarnir eru ekki dýrir en þeir kosta á bilinu 2.000 til 3.000 krónur og fást í flestum íþróttavöruverslunum. "Þeir kosta mun minna en venjulegur stóll og eru mun betri,"segir Krisztina.
Heilsa Mest lesið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira