Kristinn H. fallinn í ónáð 28. september 2004 00:01 Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, mun ekki sitja í þingnefndum fyrir hönd flokksins í vetur. Þingflokkur framsóknarmanna ákvað það í gærkvöld. Kristinn sat í fjórum nefndum á vegum flokksins á liðnum þingvetri, þar á meðal sem formaður í iðnaðarnefnd þingsins. Hjálmar Árnason, formaður þingflokksins, sagði að loknum fundi í gær, að þingmenn flokksins treystu Kristni ekki lengur til að fara með með trúnaðarstörf í þingnefndum. Aðspurður um hvað hafi valdið þessum trúnaðarbresti sagði Hjálmar að þar væri ekki um einhvern einn atburð að ræða. ,,Þetta hefur byggst upp á löngum tíma, byrjaði sem samstarfsörðugleikar en síðan brast hver strengurinn á fætur öðrum þangað til algjör trúnaðarbrestur var orðin rauninn. Þetta var eins og hjá hjónum sem áttuðu sig á því að ástin, traustið og vináttan voru farin." Aðspurður hvort þetta veikti ekki stöðu Framsóknarflokksins í stjórnarsamstarfinu sagði Hjálmar að fámenn en sterk liðsheild væri betri en veik og fjölmenn. Kristinn H. Gunnarsson segist ekki vera hættur í þingflokknum eftir atburði gærkvöldsins. ,,Þingflokkurinn fann ekki að störfum mínum í þingnefndunum. Þetta eru frekar viðbrögð við sjálfstæði mínu í tveimur málum, fjölmiðlamálinu og Íraksmálinu. Forystunni líkar ekki að þingmenn setji fram skoðanir sem fylgja ekki þeirra línu. Sér í lagi held ég að þeim hafi sárnað það þegar ég upplýsti að þátttaka Íslendinga í hópi hinna viljugu þjóða í Íraksstríðinu hafi ekki verið borin undir þingflokkinn. Kristinn segir að þessi breytta staða í þingflokknum og afstaða sín verði rædd á vettvangi flokksins. Framundan séu fundir kjördæmasambanda, miðstjórnar og flokksþing. Á fundi þingflokksins í gærkvöld var ákveðið að Birkir J. Jónsson tæki við formennsku af Hjálmari í iðnaðarnefnd og varaformennsku í sjávarútvegsnefnd. Dagný Jónsdóttir tók við varaformennsku af Kristni í efnahags- og viðskiptanefnd og Hjálmar Árnason tók sæti hans sem varaformaður samgöngunefndar. Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, var falin formennska í félagsmálanefnd og varaformennska í utanríkismálanefnd og heilbrigðis- og trygginganefnd. Sjá fréttaskýringu Guðmundar H. Guðmundssonar Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Sjá meira
Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, mun ekki sitja í þingnefndum fyrir hönd flokksins í vetur. Þingflokkur framsóknarmanna ákvað það í gærkvöld. Kristinn sat í fjórum nefndum á vegum flokksins á liðnum þingvetri, þar á meðal sem formaður í iðnaðarnefnd þingsins. Hjálmar Árnason, formaður þingflokksins, sagði að loknum fundi í gær, að þingmenn flokksins treystu Kristni ekki lengur til að fara með með trúnaðarstörf í þingnefndum. Aðspurður um hvað hafi valdið þessum trúnaðarbresti sagði Hjálmar að þar væri ekki um einhvern einn atburð að ræða. ,,Þetta hefur byggst upp á löngum tíma, byrjaði sem samstarfsörðugleikar en síðan brast hver strengurinn á fætur öðrum þangað til algjör trúnaðarbrestur var orðin rauninn. Þetta var eins og hjá hjónum sem áttuðu sig á því að ástin, traustið og vináttan voru farin." Aðspurður hvort þetta veikti ekki stöðu Framsóknarflokksins í stjórnarsamstarfinu sagði Hjálmar að fámenn en sterk liðsheild væri betri en veik og fjölmenn. Kristinn H. Gunnarsson segist ekki vera hættur í þingflokknum eftir atburði gærkvöldsins. ,,Þingflokkurinn fann ekki að störfum mínum í þingnefndunum. Þetta eru frekar viðbrögð við sjálfstæði mínu í tveimur málum, fjölmiðlamálinu og Íraksmálinu. Forystunni líkar ekki að þingmenn setji fram skoðanir sem fylgja ekki þeirra línu. Sér í lagi held ég að þeim hafi sárnað það þegar ég upplýsti að þátttaka Íslendinga í hópi hinna viljugu þjóða í Íraksstríðinu hafi ekki verið borin undir þingflokkinn. Kristinn segir að þessi breytta staða í þingflokknum og afstaða sín verði rædd á vettvangi flokksins. Framundan séu fundir kjördæmasambanda, miðstjórnar og flokksþing. Á fundi þingflokksins í gærkvöld var ákveðið að Birkir J. Jónsson tæki við formennsku af Hjálmari í iðnaðarnefnd og varaformennsku í sjávarútvegsnefnd. Dagný Jónsdóttir tók við varaformennsku af Kristni í efnahags- og viðskiptanefnd og Hjálmar Árnason tók sæti hans sem varaformaður samgöngunefndar. Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, var falin formennska í félagsmálanefnd og varaformennska í utanríkismálanefnd og heilbrigðis- og trygginganefnd. Sjá fréttaskýringu Guðmundar H. Guðmundssonar
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Sjá meira