Hellisheiðin annar vart álaginu 25. júlí 2004 00:01 Mikil og þétt umferð hefur verið um Hellisheiðina í sumar og nú er svo komið að vegakerfið annar vart álaginu. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, segir umhugsunarvert hvort leyfa eigi ýmiss konar áheitaferðir um veginn þar sem sýnt sé að umferðarþunginn er mjög mikill flesta daga. Fréttavefur Suðurlands greinir frá þessu. Undanfarin ár hafa ýmiss konar áheitaferðir verið farnar milli Hveragerðis og Reykjavíkur og ýmist hlaupið, gengið, bolti rakinn eða eins og um liðna helgi, farið á hjólastólum. Í slíkum ferðum er yfirleitt fylgdarlið sem oftast er bæði fyrir framan og aftan þá sem áheitið þreyta. Vegurinn er víðast hvar einungis tvíbreiður og lítið svigrúm til að víkja út í kant. Ferðirnar vekja oft forvitni annarra vegfarenda sem ýmist hægja á akstri eða, eins og um liðna helgi, sveigja út á hægri öxlina og reyndar oft til þess að taka fram úr öfugu megin. Engin ákvæði um áheitaferðir er að finna í umferðarlögum og er það á valdi lögreglustjóra að samþykkja slíkar ferðir. „Mín skoðun er sú að ekki eigi að leyfa slíkar ferðir á þjóðvegi 1,“ segir Ólafur Helgi. „Það hefur sýnt sig að þær tefja umferð og þegar umferðarþunginn er mikill og vegakerfið þetta óburðugt er ekkert sem réttlætir að leggja fólk í hættu þó það sé í þágu góðs málefnis.“ Um liðna helgi fóru um 12 þúsund ökutæki um Hellisheiði, frá miðnætti á laugardag til miðnættis á sunnudag, en umferð um heiðina er orðin ansi þung alla daga. „Hellisheiði þolir ekki þetta mikla umferð tjaldvagna, fellihýsa og flutningabifreiða. Það er löngu tímabært að breikka veginn,“ segir sýslumaður. Ólafur Helgi segir það líka valda sér miklum áhyggjum hve margir bílstjórar haldi að þeir séu einir á ferð á vegunum, haldi langri lest fyrir aftan sig og hleypi engum fram úr. „Þá er rétt að ítreka að það er algerlega bannað að taka fram úr hægra megin á þjóðvegum. Vegaxlirnar þar eru til að menn geti vikið þegar þeir eru að hleypa öðrum fram úr eða ef þeir þurfa að stansa, en alls ekki til framúraksturs. Maður sér stundum ökumenn taka fram úr hægra megin; það er algerlega ólöglegt og má stundum sjá að þar eru íbúar höfuðborgarsvæðisins á ferð sem haga sér eins og þeir séu á tvíbreiðri akrein í borginni og taka fram úr hægra megin. Þetta er ekki bara bannað heldur líka stórhættulegt,“ Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi. Fréttir Innlent Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Mikil og þétt umferð hefur verið um Hellisheiðina í sumar og nú er svo komið að vegakerfið annar vart álaginu. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, segir umhugsunarvert hvort leyfa eigi ýmiss konar áheitaferðir um veginn þar sem sýnt sé að umferðarþunginn er mjög mikill flesta daga. Fréttavefur Suðurlands greinir frá þessu. Undanfarin ár hafa ýmiss konar áheitaferðir verið farnar milli Hveragerðis og Reykjavíkur og ýmist hlaupið, gengið, bolti rakinn eða eins og um liðna helgi, farið á hjólastólum. Í slíkum ferðum er yfirleitt fylgdarlið sem oftast er bæði fyrir framan og aftan þá sem áheitið þreyta. Vegurinn er víðast hvar einungis tvíbreiður og lítið svigrúm til að víkja út í kant. Ferðirnar vekja oft forvitni annarra vegfarenda sem ýmist hægja á akstri eða, eins og um liðna helgi, sveigja út á hægri öxlina og reyndar oft til þess að taka fram úr öfugu megin. Engin ákvæði um áheitaferðir er að finna í umferðarlögum og er það á valdi lögreglustjóra að samþykkja slíkar ferðir. „Mín skoðun er sú að ekki eigi að leyfa slíkar ferðir á þjóðvegi 1,“ segir Ólafur Helgi. „Það hefur sýnt sig að þær tefja umferð og þegar umferðarþunginn er mikill og vegakerfið þetta óburðugt er ekkert sem réttlætir að leggja fólk í hættu þó það sé í þágu góðs málefnis.“ Um liðna helgi fóru um 12 þúsund ökutæki um Hellisheiði, frá miðnætti á laugardag til miðnættis á sunnudag, en umferð um heiðina er orðin ansi þung alla daga. „Hellisheiði þolir ekki þetta mikla umferð tjaldvagna, fellihýsa og flutningabifreiða. Það er löngu tímabært að breikka veginn,“ segir sýslumaður. Ólafur Helgi segir það líka valda sér miklum áhyggjum hve margir bílstjórar haldi að þeir séu einir á ferð á vegunum, haldi langri lest fyrir aftan sig og hleypi engum fram úr. „Þá er rétt að ítreka að það er algerlega bannað að taka fram úr hægra megin á þjóðvegum. Vegaxlirnar þar eru til að menn geti vikið þegar þeir eru að hleypa öðrum fram úr eða ef þeir þurfa að stansa, en alls ekki til framúraksturs. Maður sér stundum ökumenn taka fram úr hægra megin; það er algerlega ólöglegt og má stundum sjá að þar eru íbúar höfuðborgarsvæðisins á ferð sem haga sér eins og þeir séu á tvíbreiðri akrein í borginni og taka fram úr hægra megin. Þetta er ekki bara bannað heldur líka stórhættulegt,“ Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi.
Fréttir Innlent Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira