Hellisheiðin annar vart álaginu 25. júlí 2004 00:01 Mikil og þétt umferð hefur verið um Hellisheiðina í sumar og nú er svo komið að vegakerfið annar vart álaginu. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, segir umhugsunarvert hvort leyfa eigi ýmiss konar áheitaferðir um veginn þar sem sýnt sé að umferðarþunginn er mjög mikill flesta daga. Fréttavefur Suðurlands greinir frá þessu. Undanfarin ár hafa ýmiss konar áheitaferðir verið farnar milli Hveragerðis og Reykjavíkur og ýmist hlaupið, gengið, bolti rakinn eða eins og um liðna helgi, farið á hjólastólum. Í slíkum ferðum er yfirleitt fylgdarlið sem oftast er bæði fyrir framan og aftan þá sem áheitið þreyta. Vegurinn er víðast hvar einungis tvíbreiður og lítið svigrúm til að víkja út í kant. Ferðirnar vekja oft forvitni annarra vegfarenda sem ýmist hægja á akstri eða, eins og um liðna helgi, sveigja út á hægri öxlina og reyndar oft til þess að taka fram úr öfugu megin. Engin ákvæði um áheitaferðir er að finna í umferðarlögum og er það á valdi lögreglustjóra að samþykkja slíkar ferðir. „Mín skoðun er sú að ekki eigi að leyfa slíkar ferðir á þjóðvegi 1,“ segir Ólafur Helgi. „Það hefur sýnt sig að þær tefja umferð og þegar umferðarþunginn er mikill og vegakerfið þetta óburðugt er ekkert sem réttlætir að leggja fólk í hættu þó það sé í þágu góðs málefnis.“ Um liðna helgi fóru um 12 þúsund ökutæki um Hellisheiði, frá miðnætti á laugardag til miðnættis á sunnudag, en umferð um heiðina er orðin ansi þung alla daga. „Hellisheiði þolir ekki þetta mikla umferð tjaldvagna, fellihýsa og flutningabifreiða. Það er löngu tímabært að breikka veginn,“ segir sýslumaður. Ólafur Helgi segir það líka valda sér miklum áhyggjum hve margir bílstjórar haldi að þeir séu einir á ferð á vegunum, haldi langri lest fyrir aftan sig og hleypi engum fram úr. „Þá er rétt að ítreka að það er algerlega bannað að taka fram úr hægra megin á þjóðvegum. Vegaxlirnar þar eru til að menn geti vikið þegar þeir eru að hleypa öðrum fram úr eða ef þeir þurfa að stansa, en alls ekki til framúraksturs. Maður sér stundum ökumenn taka fram úr hægra megin; það er algerlega ólöglegt og má stundum sjá að þar eru íbúar höfuðborgarsvæðisins á ferð sem haga sér eins og þeir séu á tvíbreiðri akrein í borginni og taka fram úr hægra megin. Þetta er ekki bara bannað heldur líka stórhættulegt,“ Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi. Fréttir Innlent Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Mikil og þétt umferð hefur verið um Hellisheiðina í sumar og nú er svo komið að vegakerfið annar vart álaginu. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, segir umhugsunarvert hvort leyfa eigi ýmiss konar áheitaferðir um veginn þar sem sýnt sé að umferðarþunginn er mjög mikill flesta daga. Fréttavefur Suðurlands greinir frá þessu. Undanfarin ár hafa ýmiss konar áheitaferðir verið farnar milli Hveragerðis og Reykjavíkur og ýmist hlaupið, gengið, bolti rakinn eða eins og um liðna helgi, farið á hjólastólum. Í slíkum ferðum er yfirleitt fylgdarlið sem oftast er bæði fyrir framan og aftan þá sem áheitið þreyta. Vegurinn er víðast hvar einungis tvíbreiður og lítið svigrúm til að víkja út í kant. Ferðirnar vekja oft forvitni annarra vegfarenda sem ýmist hægja á akstri eða, eins og um liðna helgi, sveigja út á hægri öxlina og reyndar oft til þess að taka fram úr öfugu megin. Engin ákvæði um áheitaferðir er að finna í umferðarlögum og er það á valdi lögreglustjóra að samþykkja slíkar ferðir. „Mín skoðun er sú að ekki eigi að leyfa slíkar ferðir á þjóðvegi 1,“ segir Ólafur Helgi. „Það hefur sýnt sig að þær tefja umferð og þegar umferðarþunginn er mikill og vegakerfið þetta óburðugt er ekkert sem réttlætir að leggja fólk í hættu þó það sé í þágu góðs málefnis.“ Um liðna helgi fóru um 12 þúsund ökutæki um Hellisheiði, frá miðnætti á laugardag til miðnættis á sunnudag, en umferð um heiðina er orðin ansi þung alla daga. „Hellisheiði þolir ekki þetta mikla umferð tjaldvagna, fellihýsa og flutningabifreiða. Það er löngu tímabært að breikka veginn,“ segir sýslumaður. Ólafur Helgi segir það líka valda sér miklum áhyggjum hve margir bílstjórar haldi að þeir séu einir á ferð á vegunum, haldi langri lest fyrir aftan sig og hleypi engum fram úr. „Þá er rétt að ítreka að það er algerlega bannað að taka fram úr hægra megin á þjóðvegum. Vegaxlirnar þar eru til að menn geti vikið þegar þeir eru að hleypa öðrum fram úr eða ef þeir þurfa að stansa, en alls ekki til framúraksturs. Maður sér stundum ökumenn taka fram úr hægra megin; það er algerlega ólöglegt og má stundum sjá að þar eru íbúar höfuðborgarsvæðisins á ferð sem haga sér eins og þeir séu á tvíbreiðri akrein í borginni og taka fram úr hægra megin. Þetta er ekki bara bannað heldur líka stórhættulegt,“ Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi.
Fréttir Innlent Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira