Gatlin fljótasti maður heims 23. ágúst 2004 00:01 Justin Gatlin er fótfrjáasti maður heims í dag eftir sigur í 100 metra hlaupi á Ólympíuleikunum. Gatlin vakti ekki eingöngu athygli inn á hlaupabrautinni heldur einnig utan hennar. Í viðtölum eftir hlaupið var hann drengskapurinn uppmálaður, sagðist hafa mikinn hug á að bæta ímynd íþróttarinnar og var ekki að sjá að hlauparinn öflugi hafi ofmetnast við árangurinn. "Með þessu orðum er ég ekki að fullyrða að allir hafi sett neikvæðan stimpil á íþróttina" segir Gatlin. "En núna er komið tækifæri fyrir mig til að sýna að það er fullt af góðu fólki á hlaupabrautunum. Ég vil meina að ég sé heiðarlegur og góður drengur. Ég get sýnt öfluga keppni þegar á hlaupabrautina er komið" Gatlin er tuttugu og tveggja ára gamall frá Brooklyn í New York borg, en býr í Norður-Karólínu, þar sem hann æfir. "Þar hefur maður æft stíft og hlaupið í snjónum til þess að ná þessum árangri" segir Gatlin og greinilegt að eljusemin hefur borgað sig. Kappinn segist fullviss um að geta bætt tímann sinn en meira, en hann hljóp á 9,85 sekúndum. "Ég var fullstífur undir það síðasta og var farinn að hlaupa með kreppta hnefa. Ég get verið mun afslappaðri og gert betur. Takmarkið er sett á að slá heimsmetið og ég tel mig eiga góða möguleika á því". Gatlin leiðist allt tal um lyfjanotkun og segir það umræðuefni setja svartan blett á frábæra íþrótt. "Það er enginn sem spyr hvernig manni líður fyrir komandi keppni. Það er jafnvel betra að fá persónulegar spurningar heldur en að tala um lyfjamisnotkun í þessari grein. Allt annað en það", segir Gatlin og er ekki sáttur við stöðu mála hvað þetta snertir. Framundan hjá Gatlin er keppni í 200 metra hlaupi en okkar maður er fullviss um að þar geti hann staðið sig. "Ég hef alla burði til að vinna gullið og ef ég held huganum við hlaupið þá ætti ég að geta það" segir Gatlin og ætlar sér greinilega stóra hluti. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja ÍR - Stjarnan | Síðast unnu ÍR-ingar Keflavík - Ármann | Fylgja þeir eftir sigrinum óvænta? Valur - Þór Þ. | Hvernig svara Valsmenn fyrir sig? Álftanes - ÍA | Botnliðið þarf að glíma við James „Ísland í betra formi en við höfum sýnt“ Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Donni þarf líka að fara í aðgerð Sjá meira
Justin Gatlin er fótfrjáasti maður heims í dag eftir sigur í 100 metra hlaupi á Ólympíuleikunum. Gatlin vakti ekki eingöngu athygli inn á hlaupabrautinni heldur einnig utan hennar. Í viðtölum eftir hlaupið var hann drengskapurinn uppmálaður, sagðist hafa mikinn hug á að bæta ímynd íþróttarinnar og var ekki að sjá að hlauparinn öflugi hafi ofmetnast við árangurinn. "Með þessu orðum er ég ekki að fullyrða að allir hafi sett neikvæðan stimpil á íþróttina" segir Gatlin. "En núna er komið tækifæri fyrir mig til að sýna að það er fullt af góðu fólki á hlaupabrautunum. Ég vil meina að ég sé heiðarlegur og góður drengur. Ég get sýnt öfluga keppni þegar á hlaupabrautina er komið" Gatlin er tuttugu og tveggja ára gamall frá Brooklyn í New York borg, en býr í Norður-Karólínu, þar sem hann æfir. "Þar hefur maður æft stíft og hlaupið í snjónum til þess að ná þessum árangri" segir Gatlin og greinilegt að eljusemin hefur borgað sig. Kappinn segist fullviss um að geta bætt tímann sinn en meira, en hann hljóp á 9,85 sekúndum. "Ég var fullstífur undir það síðasta og var farinn að hlaupa með kreppta hnefa. Ég get verið mun afslappaðri og gert betur. Takmarkið er sett á að slá heimsmetið og ég tel mig eiga góða möguleika á því". Gatlin leiðist allt tal um lyfjanotkun og segir það umræðuefni setja svartan blett á frábæra íþrótt. "Það er enginn sem spyr hvernig manni líður fyrir komandi keppni. Það er jafnvel betra að fá persónulegar spurningar heldur en að tala um lyfjamisnotkun í þessari grein. Allt annað en það", segir Gatlin og er ekki sáttur við stöðu mála hvað þetta snertir. Framundan hjá Gatlin er keppni í 200 metra hlaupi en okkar maður er fullviss um að þar geti hann staðið sig. "Ég hef alla burði til að vinna gullið og ef ég held huganum við hlaupið þá ætti ég að geta það" segir Gatlin og ætlar sér greinilega stóra hluti.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja ÍR - Stjarnan | Síðast unnu ÍR-ingar Keflavík - Ármann | Fylgja þeir eftir sigrinum óvænta? Valur - Þór Þ. | Hvernig svara Valsmenn fyrir sig? Álftanes - ÍA | Botnliðið þarf að glíma við James „Ísland í betra formi en við höfum sýnt“ Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Donni þarf líka að fara í aðgerð Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu