Gatlin fljótasti maður heims 23. ágúst 2004 00:01 Justin Gatlin er fótfrjáasti maður heims í dag eftir sigur í 100 metra hlaupi á Ólympíuleikunum. Gatlin vakti ekki eingöngu athygli inn á hlaupabrautinni heldur einnig utan hennar. Í viðtölum eftir hlaupið var hann drengskapurinn uppmálaður, sagðist hafa mikinn hug á að bæta ímynd íþróttarinnar og var ekki að sjá að hlauparinn öflugi hafi ofmetnast við árangurinn. "Með þessu orðum er ég ekki að fullyrða að allir hafi sett neikvæðan stimpil á íþróttina" segir Gatlin. "En núna er komið tækifæri fyrir mig til að sýna að það er fullt af góðu fólki á hlaupabrautunum. Ég vil meina að ég sé heiðarlegur og góður drengur. Ég get sýnt öfluga keppni þegar á hlaupabrautina er komið" Gatlin er tuttugu og tveggja ára gamall frá Brooklyn í New York borg, en býr í Norður-Karólínu, þar sem hann æfir. "Þar hefur maður æft stíft og hlaupið í snjónum til þess að ná þessum árangri" segir Gatlin og greinilegt að eljusemin hefur borgað sig. Kappinn segist fullviss um að geta bætt tímann sinn en meira, en hann hljóp á 9,85 sekúndum. "Ég var fullstífur undir það síðasta og var farinn að hlaupa með kreppta hnefa. Ég get verið mun afslappaðri og gert betur. Takmarkið er sett á að slá heimsmetið og ég tel mig eiga góða möguleika á því". Gatlin leiðist allt tal um lyfjanotkun og segir það umræðuefni setja svartan blett á frábæra íþrótt. "Það er enginn sem spyr hvernig manni líður fyrir komandi keppni. Það er jafnvel betra að fá persónulegar spurningar heldur en að tala um lyfjamisnotkun í þessari grein. Allt annað en það", segir Gatlin og er ekki sáttur við stöðu mála hvað þetta snertir. Framundan hjá Gatlin er keppni í 200 metra hlaupi en okkar maður er fullviss um að þar geti hann staðið sig. "Ég hef alla burði til að vinna gullið og ef ég held huganum við hlaupið þá ætti ég að geta það" segir Gatlin og ætlar sér greinilega stóra hluti. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn „Það verða breytingar“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Sjá meira
Justin Gatlin er fótfrjáasti maður heims í dag eftir sigur í 100 metra hlaupi á Ólympíuleikunum. Gatlin vakti ekki eingöngu athygli inn á hlaupabrautinni heldur einnig utan hennar. Í viðtölum eftir hlaupið var hann drengskapurinn uppmálaður, sagðist hafa mikinn hug á að bæta ímynd íþróttarinnar og var ekki að sjá að hlauparinn öflugi hafi ofmetnast við árangurinn. "Með þessu orðum er ég ekki að fullyrða að allir hafi sett neikvæðan stimpil á íþróttina" segir Gatlin. "En núna er komið tækifæri fyrir mig til að sýna að það er fullt af góðu fólki á hlaupabrautunum. Ég vil meina að ég sé heiðarlegur og góður drengur. Ég get sýnt öfluga keppni þegar á hlaupabrautina er komið" Gatlin er tuttugu og tveggja ára gamall frá Brooklyn í New York borg, en býr í Norður-Karólínu, þar sem hann æfir. "Þar hefur maður æft stíft og hlaupið í snjónum til þess að ná þessum árangri" segir Gatlin og greinilegt að eljusemin hefur borgað sig. Kappinn segist fullviss um að geta bætt tímann sinn en meira, en hann hljóp á 9,85 sekúndum. "Ég var fullstífur undir það síðasta og var farinn að hlaupa með kreppta hnefa. Ég get verið mun afslappaðri og gert betur. Takmarkið er sett á að slá heimsmetið og ég tel mig eiga góða möguleika á því". Gatlin leiðist allt tal um lyfjanotkun og segir það umræðuefni setja svartan blett á frábæra íþrótt. "Það er enginn sem spyr hvernig manni líður fyrir komandi keppni. Það er jafnvel betra að fá persónulegar spurningar heldur en að tala um lyfjamisnotkun í þessari grein. Allt annað en það", segir Gatlin og er ekki sáttur við stöðu mála hvað þetta snertir. Framundan hjá Gatlin er keppni í 200 metra hlaupi en okkar maður er fullviss um að þar geti hann staðið sig. "Ég hef alla burði til að vinna gullið og ef ég held huganum við hlaupið þá ætti ég að geta það" segir Gatlin og ætlar sér greinilega stóra hluti.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn „Það verða breytingar“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Sjá meira