Auðvelt að komast að fjölda 18. september 2004 00:01 Tiltölulega einfalt er að átta sig á því hversu margir bíða eftir plássi í framhaldsskólum og eins hvort að viðkomandi hafi sótt um í fleiri en einum skóla. Menntamálaráðherra virðist hins vegar ekki hafa áttað sig á því, en hún segir helstu ástæðu þess að ekki sé búið leysa úr vanda allra nemanda að upplýsingar liggi ekki fyrir. Ljóst er að allstór hópur grunnskólanema, einkum eldri nema sem hafa gert hlé á námi en vilja halda áfram, fær ekki skólapláss. Menntamálaráðherra sagði í upphafi skólaárs, í seinni hluta ágústmánaðar, að farið yrði í málið og kannað hversu margir ættu þarna hlut að máli. Og í fréttum Stöðvar 2 í gær sagði Þorgerður Katrín að enn hefði ráðuneytið ekki áttað sig á umfangi málsins og þar sem einn einstaklingur væri oft margtalinn, væri erfitt að átta sig á endanlegum fjölda þeirra sem ekki fá inngöngu í skólana. Samkvæmt upplýsingum sem Stöð 2 hefur aflað sér ætti engu að síður að vera tiltölulega einfalt að átta sig á umfanginu. Fyrir um þremur árum kom menntamálaráðuneytið sjálft á laggirnar gagnagrunni sem heitir Inna þar sem hægt er að sækja allar grunnupplýsingar um framhaldsskóla fyrir hvern skóla, meðal annars skráningu nemenda. Allir framhaldsskólar landsins eru í þessum grunni að Verslunarskólanum undanskildum. Sérfræðingar sem Stöð 2 ræddi við í dag segja sáraeinfalt að komast að því hversu margar umsóknir séu óafgreiddar og eins hvort nemendur hafi sótt um í fleiri en einum skóla. Skólarnir sjá sjálfir um skráningu í grunninn, en starfsmaður menntamálaráðuneytisins sem sinnir grunninum þar sagði aðspurður að tæki ráðuneytið þá afstöðu að nálgast upplýsingarnar sjálft, sé það einfalt. Skólamaður sem sinnir grunninum fyrir sinn skóla sagði Stöð 2 að afar einfalt sé fyrir ráðuneytið engu að síður að nálgast þessar upplýsingar núna, til dæmis þurfi ekki annað en að senda tölvupóst á umsjónarmann kerfisins í hverjum skóla og hann geti sent upplýsingarnar um hæl. Ekki taki síðan nema nokkrar mínútur að sjá hvort einhverjir nemendur séu með umsókn í fleiri en einum skóla. Fréttir Innlent Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira
Tiltölulega einfalt er að átta sig á því hversu margir bíða eftir plássi í framhaldsskólum og eins hvort að viðkomandi hafi sótt um í fleiri en einum skóla. Menntamálaráðherra virðist hins vegar ekki hafa áttað sig á því, en hún segir helstu ástæðu þess að ekki sé búið leysa úr vanda allra nemanda að upplýsingar liggi ekki fyrir. Ljóst er að allstór hópur grunnskólanema, einkum eldri nema sem hafa gert hlé á námi en vilja halda áfram, fær ekki skólapláss. Menntamálaráðherra sagði í upphafi skólaárs, í seinni hluta ágústmánaðar, að farið yrði í málið og kannað hversu margir ættu þarna hlut að máli. Og í fréttum Stöðvar 2 í gær sagði Þorgerður Katrín að enn hefði ráðuneytið ekki áttað sig á umfangi málsins og þar sem einn einstaklingur væri oft margtalinn, væri erfitt að átta sig á endanlegum fjölda þeirra sem ekki fá inngöngu í skólana. Samkvæmt upplýsingum sem Stöð 2 hefur aflað sér ætti engu að síður að vera tiltölulega einfalt að átta sig á umfanginu. Fyrir um þremur árum kom menntamálaráðuneytið sjálft á laggirnar gagnagrunni sem heitir Inna þar sem hægt er að sækja allar grunnupplýsingar um framhaldsskóla fyrir hvern skóla, meðal annars skráningu nemenda. Allir framhaldsskólar landsins eru í þessum grunni að Verslunarskólanum undanskildum. Sérfræðingar sem Stöð 2 ræddi við í dag segja sáraeinfalt að komast að því hversu margar umsóknir séu óafgreiddar og eins hvort nemendur hafi sótt um í fleiri en einum skóla. Skólarnir sjá sjálfir um skráningu í grunninn, en starfsmaður menntamálaráðuneytisins sem sinnir grunninum þar sagði aðspurður að tæki ráðuneytið þá afstöðu að nálgast upplýsingarnar sjálft, sé það einfalt. Skólamaður sem sinnir grunninum fyrir sinn skóla sagði Stöð 2 að afar einfalt sé fyrir ráðuneytið engu að síður að nálgast þessar upplýsingar núna, til dæmis þurfi ekki annað en að senda tölvupóst á umsjónarmann kerfisins í hverjum skóla og hann geti sent upplýsingarnar um hæl. Ekki taki síðan nema nokkrar mínútur að sjá hvort einhverjir nemendur séu með umsókn í fleiri en einum skóla.
Fréttir Innlent Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira