Innlent

Sveinbjörn áfrýjar ekki

Aðalsakborningur í Landssímamálinu ætlar að una dómi sínum en hann var dæmdur til 4 1/2 árs fangelsisvistar. Hinir sakborningarnir þrír hafa allir áfrýjað. Sveinbjörn Kristjánsson, fyrrverandi aðalféhirðir Landssímans, hyggst una dómi sem hann hlaut í Héraðsdómi fyrir að svíkja rúmlega 260 milljónir króna frá Landssíma Íslands en frestur til að áfrýja til Hæstaréttar rann út í gær. Sveinbjörn var dæmur í fjögurra og hálfs árs fangelsi sem er þyngsti dómur í íslenskri réttarsögu fyrir auðgunarbrot. Þrír aðrir sakborningar sem hlutu dóma hafa allir áfrýjað til Hæstaréttar, þeir Árni Þór Vigfússon og Kristján Ra Kristjánsson, sem hlutu tveggja ára fangelsi, og Ragnar Orri Benediktsson, sem hlaut átta mánaða fangelsi. Enda þótt Sveinbjörn ætli ekki að áfrýja er ekki ljóst hvort mál hans komi til kasta Hæstaréttar þar sem ákæruvaldið hefur lengri tíma til að ákveða hvort málum verði áfrýjað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×