Innlent

Þriggja bíla árekstur

Tveir voru fluttir á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Hellisheiði í dag. Enginn meiddist alvarlega þótt einn bílanna hafi oltið út af veginum. Mikil umferð var á heiðinni í dag og hægðu sumir á sér til að fylgjast með hjólastólamaraþoni sem átti þar leið hjá. Það sem virðist hafa valdið slysinu var hins vegar ökumaður sem beygði út úr röðinni og inn í hana aftur. Þá snarhemluðu nokkrir og lenti bíllinn sem valt á milli tveggja og skaust út af veginum. Einn maður var í bílnum og slapp hann ómeiddur.  Jón Ólafur Ingimundarson, annar tveggja mótórhjólamanna sem leiddu hjólastólamaraþonið, varð vitni að slysinu. Hann segir einn bílinn hafa farið út úr röðinni og svo inn í hana aftur. Jón Ólafur telur bílinn sem valt hafa farið eina veltu og var hann fyrstur til að athuga með ökumanninn sem tjáði Jóni nánast strax að hann væri ómeiddur.  Myndin er úr myndasafni en hægt er að horfa á myndir frá vettvangi úr fréttum Stöðvar 2 með því að smella á hlekkinn sem fylgir fréttinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×