Erlent

Starfslið SÞ ætti að fara

Starfsmannasamtök Sameinuðu þjóðanna telja að allt starfslið Sameinuðu þjóðanna í Afganistan eigi að yfirgefa landið þar sem þeim sé hætta búin. Líklegt þykir að starfsmenn Sameinuðu þjóðanna verði skotmörk þegar líður að kosningum í landinu í október. Þá verður kosinn nýr forseti, en ný stjórn verður kosin í apríl á næsta ári. Þessi tillaga starfsmannasamtakanna kemur aðeins nokkrum dögum eftir að sprengjur sprungu á skráningarskrifstofu í vesturhluta Afganistan, þar sem verið var að skrá tilvonandi kjósendur. Í júlí tilkynntu samtökin, Læknar án landamæra, að þau myndu yfirgefa Afganistan vegna hættunar sem steðjaði að starfsmönnum þess.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×