Innlent

Þrumur og eldingar í höfuðborginni

Þrumur og eldingar hafa gert vart við sig meðfram allri suðurströnd landsins í dag. Að sögn Þórðar Arasonar hjá Veðurstofunni hafa eldingar sést á höfuðborgarsvæðinu síðan klukkan tíu í morgun. Undanfarna viku hefur verið mikið um þrumur og eldingar suður af landinu en fyrst í dag hefur þeirra orðið vart að einhverju ráði á landi. Mikilli eldingu laust niður rétt vestan við Grindavík upp úr klukkan hálftíu í morgun og myrkvaðist bærinn í kjölfarið. Starfsmenn Hitaveitu Suðurnesja komu þegar á vettvang og kom í ljós að rofar í spennistöð í bænum höfðu brunnið yfir vegna álags, en hægt var að tengja framhjá spennistöðinni þannig að rafmagn var að mestu komið á aftur rétt fyrir klukkan ellefu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×