Erlent

Þingið reynir aftur í dag

Þingið í Úkraínu mun í dag á nýjan leik reyna að ná samkomulagi um breytingar á kosningalöggjöf í landinu til þess að minnka líkurnar á misferli í forsetakosningunum sem endurtaka á þann 26. desember næstkomandi. Á mánudaginn leit út fyrir að breytingarnar næðu í gegn, en ekkert varð af því þar sem hvorki náðist sátt um tillögur Leóníds Kútsma, fráfarandi forseta, um að færa hluta af völdum forsetaembættisins til forsætisráðherrans, né um tillögur stjórnarandstöðunnar þess efnis að hluti ríkisstjórnar landsins skyldi víkja vegna misferlisins við framkvæmd fyrri forsetakosninganna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×