Fann partí innra með sér 29. desember 2004 00:01 Valdimar Flygenring leikari hefur orðið flugeldaglaðari með aldrinum en hann segist á árum áður aðallega hafa haldið sína áramótabrennu og flugeldasýningu í hausnum á sér. „Það hefur sem betur fer breyst og í staðinn tek ég þátt í flugeldagríninu af lífi og sál. Þegar strákarnir mínir voru litlir voru þetta mest stjörnuljós, ég vildi auðvitað ekki vera að skelfa úr þeim líftóruna, en nú eru þeir tíu og tólf sem er akkúrat kjöraldur sprengjuáhugamannsins og afar heppilegt fyrir mig,“ segir Valdimar og hlær. Hann segist að vissu leyti sakna daganna þegar dugmiklir krakkar voru alstaðar að safna í brennur og rifjar upp þegar hann var sjálfur púki í Álftamýrinni og notaði desembermánuð í brennusöfnunina. „Við vorum alstaðar að tína drasl og draga það í snjónum, allir í föðurlandi sem okkur klæjaði ekki einu sinni undan því við vorum svo mikið að hamast og vera til. Nú er áramótabrennan í boði Baugs og við erum að brenna umbúðirnar utan af draslinu sem við keyptum fyrir hátíðarnar. Það er leiðinlegt að þessi hátíð, sem á að vera hátíð kærleikans, skuli snúast upp í að verða svona mikil neysluhátíð.“ Valdimar telur þó að fólk sé að vanda sig og reyni af fremsta megni að gera hátíðarnar sem gleðilegastar fyrir sig og sína. „Þegar ég var lítill áttu allir að vera tilbúnir þegar kirkjuklukkurnar hringdu á gamlárskvöld, bindishnúturinn á sínum stað og allt á hreinu. Mamma var reyndar ekki alltaf með klukkuna á hreinu sjálf, en það er bara fallegt í minningunni.“ Valdimar segist verða meyr um áramót og finnst frábært þegar fólk faðmast og kyssist og óskar gleðilegs árs. Aðspurður segist hann aldrei hafa lent í því á gamlárskvöld að leita örvæntingarfullur að góðu partíi. „Ég hef hins vegar verið að leita að partíi aldarinnar alla ævi og hef nú loksins komist að því, 45 ára gamall, að þetta partí er innra með mér og hefur verið þar allan tímann.“ Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Fleiri fréttir Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Sjá meira
Valdimar Flygenring leikari hefur orðið flugeldaglaðari með aldrinum en hann segist á árum áður aðallega hafa haldið sína áramótabrennu og flugeldasýningu í hausnum á sér. „Það hefur sem betur fer breyst og í staðinn tek ég þátt í flugeldagríninu af lífi og sál. Þegar strákarnir mínir voru litlir voru þetta mest stjörnuljós, ég vildi auðvitað ekki vera að skelfa úr þeim líftóruna, en nú eru þeir tíu og tólf sem er akkúrat kjöraldur sprengjuáhugamannsins og afar heppilegt fyrir mig,“ segir Valdimar og hlær. Hann segist að vissu leyti sakna daganna þegar dugmiklir krakkar voru alstaðar að safna í brennur og rifjar upp þegar hann var sjálfur púki í Álftamýrinni og notaði desembermánuð í brennusöfnunina. „Við vorum alstaðar að tína drasl og draga það í snjónum, allir í föðurlandi sem okkur klæjaði ekki einu sinni undan því við vorum svo mikið að hamast og vera til. Nú er áramótabrennan í boði Baugs og við erum að brenna umbúðirnar utan af draslinu sem við keyptum fyrir hátíðarnar. Það er leiðinlegt að þessi hátíð, sem á að vera hátíð kærleikans, skuli snúast upp í að verða svona mikil neysluhátíð.“ Valdimar telur þó að fólk sé að vanda sig og reyni af fremsta megni að gera hátíðarnar sem gleðilegastar fyrir sig og sína. „Þegar ég var lítill áttu allir að vera tilbúnir þegar kirkjuklukkurnar hringdu á gamlárskvöld, bindishnúturinn á sínum stað og allt á hreinu. Mamma var reyndar ekki alltaf með klukkuna á hreinu sjálf, en það er bara fallegt í minningunni.“ Valdimar segist verða meyr um áramót og finnst frábært þegar fólk faðmast og kyssist og óskar gleðilegs árs. Aðspurður segist hann aldrei hafa lent í því á gamlárskvöld að leita örvæntingarfullur að góðu partíi. „Ég hef hins vegar verið að leita að partíi aldarinnar alla ævi og hef nú loksins komist að því, 45 ára gamall, að þetta partí er innra með mér og hefur verið þar allan tímann.“
Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Fleiri fréttir Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Sjá meira