Slakari en áður 6. desember 2004 00:01 Árangur íslenskra nemenda hefur heldur versnað samanborið við erlenda jafnaldra þeirra, samkvæmt fyrstu niðurstöðum alþjóðlegrar könnunar á vegum OECD. Aðeins í stærðfræði hefur Íslendingum fleygt fram. Niðurstöður PISA-rannsóknarinnar verða kynntar klukkan ellefu í kvöld, en þýska fréttatímaritið Stern greinir frá þeim engu að síður. Samkvæmt fréttum þeirra og annarra miðla eru Íslendingar í 11. sæti í stærðfræðikönnuninni, og er það besti árangur íslensku nemendanna í ár. Lestrargeta íslenskra nemenda kemur þeim í sautjánda sæti, fyrir neðan Pólland og Bandaríkin, svo að dæmi séu tekin. Í náttúrufræði eru íslenskir unglingar sæti neðar, eða í 18. sæti, en ögn betri í að leysa þrautir, í 16. sæti. Alls voru tóku 250 þúsund nemendur í fjörutíu löndum þátt í könnuninni og voru íslensku nemendurnir alls staðar fyrir ofan miðjan lista. Finnar bera af öðrum þjóðum, eru efstir í öllum flokkunum fjórum. Árangur hinna Norðurlandaþjóðanna er svipaður og hjá Íslendingum. Nemendur í Skandinavíu eru slakari en þeir íslensku í stærðfræði, betri í lestri en í öðrum álíka. Suður-kóreskir nemendur koma næst á eftir Finnunum, Japanar standa sig vel sem og Kanadamenn. Árangur Pólverja kemur einnig á óvart, því að þeir hafa tekið stórtækum framförum frá því að niðurstöður fyrstu PISA-könnunarinnar voru kynntar fyrir þremur árum síðan. Frá því árið 2000 hafa þeir tekið grunnskóla landsins til gagngerrar endurskoðunar, tekið upp skólaskyldu til átján ára aldurs og bætt inn í einu skólastigi, sambærilegu við gömlu, íslensku gagnfræðaskólana. Að auki hefur Spiegel eftir menntamálaráðherra landsins, að það sé ekki tilgangur framhaldsskólanna að troða staðreyndum inn í höfuð nemendanna, heldur búa þá sem best undir lífið og að skilja heiminn. Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Árangur íslenskra nemenda hefur heldur versnað samanborið við erlenda jafnaldra þeirra, samkvæmt fyrstu niðurstöðum alþjóðlegrar könnunar á vegum OECD. Aðeins í stærðfræði hefur Íslendingum fleygt fram. Niðurstöður PISA-rannsóknarinnar verða kynntar klukkan ellefu í kvöld, en þýska fréttatímaritið Stern greinir frá þeim engu að síður. Samkvæmt fréttum þeirra og annarra miðla eru Íslendingar í 11. sæti í stærðfræðikönnuninni, og er það besti árangur íslensku nemendanna í ár. Lestrargeta íslenskra nemenda kemur þeim í sautjánda sæti, fyrir neðan Pólland og Bandaríkin, svo að dæmi séu tekin. Í náttúrufræði eru íslenskir unglingar sæti neðar, eða í 18. sæti, en ögn betri í að leysa þrautir, í 16. sæti. Alls voru tóku 250 þúsund nemendur í fjörutíu löndum þátt í könnuninni og voru íslensku nemendurnir alls staðar fyrir ofan miðjan lista. Finnar bera af öðrum þjóðum, eru efstir í öllum flokkunum fjórum. Árangur hinna Norðurlandaþjóðanna er svipaður og hjá Íslendingum. Nemendur í Skandinavíu eru slakari en þeir íslensku í stærðfræði, betri í lestri en í öðrum álíka. Suður-kóreskir nemendur koma næst á eftir Finnunum, Japanar standa sig vel sem og Kanadamenn. Árangur Pólverja kemur einnig á óvart, því að þeir hafa tekið stórtækum framförum frá því að niðurstöður fyrstu PISA-könnunarinnar voru kynntar fyrir þremur árum síðan. Frá því árið 2000 hafa þeir tekið grunnskóla landsins til gagngerrar endurskoðunar, tekið upp skólaskyldu til átján ára aldurs og bætt inn í einu skólastigi, sambærilegu við gömlu, íslensku gagnfræðaskólana. Að auki hefur Spiegel eftir menntamálaráðherra landsins, að það sé ekki tilgangur framhaldsskólanna að troða staðreyndum inn í höfuð nemendanna, heldur búa þá sem best undir lífið og að skilja heiminn.
Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira