Skylmast í svefni 19. júlí 2004 00:01 "Ég las mikið sem barn og þar á meðal Prins Valíant, ef til vill það hafi haft einhvern áhrif en mér hefur alltaf þótt skylmingar rosalega spennandi," segir Þorbjörg Ágústsdóttir, Norðurlanda- og Íslandsmeistari kvenna í skylmingum. "Miklar hefðir fylgja þessari íþrótt og til að mynda þarf maður að sýna dómaranum sérstaka kurteisi og við upphaf leiks heilsar maður andstæðingi sínum og dómara með virktum," segir Þorbjörg sem hefur stundað skylmingar í ein tíu ár. Ekki hefur verið mikið um kvenfólk í þessari íþrótt og er það í fyrsta sinn í sumar sem konur keppa í skylmingum með höggsverði á Ólympíuleikunum og sjálf segist Þorbjörg vilja taka stefnuna þangað eftir fjögur ár. Ásamt því að æfa sjálf skylmingar er hún að þjálfa og kenna hjá Skylmingafélagi Reykjavíkur og stundar fullt nám í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Hún hefur meira en nóg fyrir stafni en lífið hjá Þorbjörgu snýst að mestu leyti um skylmingar og fer hún út að meðaltali átta sinnum á ári til að keppa. "Ég bjó í París í eitt ár og þar komst ég í kynni við mjög góðan skylmingaklúbb þar sem ég æfði og keppti. Franski landsliðsþjálfarinn var einn af þjálfurunum þar og bauð hann mér að æfa og keppa með landsliðinu og gekk mér bara ágætlega. En það er mjög mikilvægt að komast í meira fjölmenni og fá nýja andstæðinga því maður lærir fljótlega inn á andstæðinginn og hann á þig," segir Þorbjörg sem hefur nýverið fengið þjálfarastyrk frá ÍSÍ og með haustinu hyggst hún halda aftur til Frakklands. "Alþjóðaskylmingasambandið styrkir litlar þjóðir eins og Ísland sem eru að reyna sitt besta þannig að góðir styrkir virka eins og gulrót á mann til að halda áfram. Við fórum til að mynda þrjú saman úr landsliðinu á styrk til Kúbu í æfingabúðir á undan heimsmeistaramótinu en það var alveg frábær reynsla. Reyndar var svo heitt þar að það leið næstum yfir mig á æfingum fyrsta daginn. Samt sem áður var það mjög gaman og Kúbverjar eru mjög góðir í skylmingum en þeir komast bara aldrei neitt til að keppa," segir Þorbjörg. "Mikill tími fer í alla þjálfun og ég æfi fimm sinnum í viku, auk þess sem ég hleyp og lyfti lóðum. Þetta er mjög líkamlega erfið íþrótt og fótavinnan er gríðarleg og erfið og mikilvægt að leggja mikið upp úr henni og snöggum handahreyfingum. Þetta snýst allt um mýkt og snerpu og og fjarlægðarskyn og því þarf maður að leggja mikla áherslu á tæknivinnuna," segir Þorbjörg sem hefur tekið íþróttina föstum tökum frá upphafi og má segja að hún hafi fengið hana á heilann. "Mig dreymir þetta á nóttunni og stundum vakna ég við það ég lyfti hendinni upp í stöðu og tilbúin að skylmast," segir Þorbjörg hlæjandi. Heilsa Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Fleiri fréttir „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Sjá meira
"Ég las mikið sem barn og þar á meðal Prins Valíant, ef til vill það hafi haft einhvern áhrif en mér hefur alltaf þótt skylmingar rosalega spennandi," segir Þorbjörg Ágústsdóttir, Norðurlanda- og Íslandsmeistari kvenna í skylmingum. "Miklar hefðir fylgja þessari íþrótt og til að mynda þarf maður að sýna dómaranum sérstaka kurteisi og við upphaf leiks heilsar maður andstæðingi sínum og dómara með virktum," segir Þorbjörg sem hefur stundað skylmingar í ein tíu ár. Ekki hefur verið mikið um kvenfólk í þessari íþrótt og er það í fyrsta sinn í sumar sem konur keppa í skylmingum með höggsverði á Ólympíuleikunum og sjálf segist Þorbjörg vilja taka stefnuna þangað eftir fjögur ár. Ásamt því að æfa sjálf skylmingar er hún að þjálfa og kenna hjá Skylmingafélagi Reykjavíkur og stundar fullt nám í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Hún hefur meira en nóg fyrir stafni en lífið hjá Þorbjörgu snýst að mestu leyti um skylmingar og fer hún út að meðaltali átta sinnum á ári til að keppa. "Ég bjó í París í eitt ár og þar komst ég í kynni við mjög góðan skylmingaklúbb þar sem ég æfði og keppti. Franski landsliðsþjálfarinn var einn af þjálfurunum þar og bauð hann mér að æfa og keppa með landsliðinu og gekk mér bara ágætlega. En það er mjög mikilvægt að komast í meira fjölmenni og fá nýja andstæðinga því maður lærir fljótlega inn á andstæðinginn og hann á þig," segir Þorbjörg sem hefur nýverið fengið þjálfarastyrk frá ÍSÍ og með haustinu hyggst hún halda aftur til Frakklands. "Alþjóðaskylmingasambandið styrkir litlar þjóðir eins og Ísland sem eru að reyna sitt besta þannig að góðir styrkir virka eins og gulrót á mann til að halda áfram. Við fórum til að mynda þrjú saman úr landsliðinu á styrk til Kúbu í æfingabúðir á undan heimsmeistaramótinu en það var alveg frábær reynsla. Reyndar var svo heitt þar að það leið næstum yfir mig á æfingum fyrsta daginn. Samt sem áður var það mjög gaman og Kúbverjar eru mjög góðir í skylmingum en þeir komast bara aldrei neitt til að keppa," segir Þorbjörg. "Mikill tími fer í alla þjálfun og ég æfi fimm sinnum í viku, auk þess sem ég hleyp og lyfti lóðum. Þetta er mjög líkamlega erfið íþrótt og fótavinnan er gríðarleg og erfið og mikilvægt að leggja mikið upp úr henni og snöggum handahreyfingum. Þetta snýst allt um mýkt og snerpu og og fjarlægðarskyn og því þarf maður að leggja mikla áherslu á tæknivinnuna," segir Þorbjörg sem hefur tekið íþróttina föstum tökum frá upphafi og má segja að hún hafi fengið hana á heilann. "Mig dreymir þetta á nóttunni og stundum vakna ég við það ég lyfti hendinni upp í stöðu og tilbúin að skylmast," segir Þorbjörg hlæjandi.
Heilsa Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Fleiri fréttir „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Sjá meira