Innlent

Þrisvar kallað á þyrlu

Tvær erlendar ferðakonur slösuðust í gær og flutti þyrla Landhelgisgæslunnar þær báðar á sjúkrahús. Í fyrra tilvikinu slasaðist tævönsk kona þegar vélsleði hennar valt á Langjökli. Talið er að hún sé mjaðmargrindarbrotin. Þegar þyrlan var nýkomin með hana á Landspítalann í Reykjavík barst hjálparbeiðni um að sækja fótbrotna þýska konu að Látrabjargi. Vegna þoku á bjarginu varð þyrlan að lenda í Látravík en björgunarsveitarmenn fluttu konuna þangað. Á leiðinni til Reykjavíkur barst beiðni um að bjarga manni úr sjónum út af Knarrarnesi á Mýrum eftir að hann hafði velt kajak. Þegar þyrlan kom á vettvang hafði manninum verið komið til hjálpar svo hún hélt áfram til Reykjavíkur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×