Fíkniefnamál nálægt einu hundraði 2. ágúst 2004 00:01 Fíkniefnamálin á tveimur stærstu hátíðum helgarinnar eru að nálgast það að verða eitt hundrað talsins, og er það fyrst og fremst þakkað auknu eftirliti og þjálfuðum fíkniefnahundum. Fangageymslur í Vestmannaeyjum eru yfirfullar eftir nóttina, og tilraun til nauðgunar var tilkynnt á Akureyri. Fangageymslur lögreglunnar í Vestmannaeyjum eru fullar eftir síðasta kvöld Þjóðhátíðar í gærkvöldi. Lögreglan segir mikið hafa verið um ölvun og einnig að nokkur fíkniefnamál hafi komið upp, en þau nálgast nú fimmta tuginn sem er meira en áður hefur þekkst. Byrjað var að fljúga frá Eyjum klukkan átta í morgun og eru tólf vélar á áætlun í dag. Starfsmaður Flugfélags Íslands kvartar þó undan því að sætanýting sé ekki með besta móti þar sem sumir farþega séu enn við skemmtanahald í Dalnum. Veður var milt og gott í gærkvöldi en örfáir rigningadropar féllu í Herjólfsdal skömmu eftir miðnætti eftir að Árni Johnsen hafði klárað brekkusönginn. Árni, sem var fjarri góðu gamni í fyrra, var í góðu formi og spilaði nokkrar mínútur framyfir miðnætti. Á Akureyri gekk allt stórslysalaust í nótt. Fimmtán manns voru teknir með fíkniefni, sem gerir heildartölu fíkniefnamála á Akureyri frá fimmtudegi 46 talsins. Bragi Bergmann, forsvarsmaður hátíðarinnar Ein með öllu, segir fáir hafi farið í gær, og því hafi verið milli 15 og 16 þúsund manns í bænum í nótt fyrir utan heimamenn. hann segir talsverða þreytu hafa verið í fólki í gær en samt hafi hátíðahöldin gengið áfallalítið. Ein líkamsárás var kærð og ein tilraun til nauðgunar. Það mál er nú til rannsóknar. Bragi segir standa upp úr á þessari helgi hve fíkniefnamálum hefur fjölgað um land allt. Hann segir það bera fyrst og fremst vott um öflugt eftirlit lögreglu. Bragi segir einhvern straum liggja úr bænum en hann býst þó við að flestir vilji vera lengur því einmuna blíða sé á Akureyri. Þar með eru fíkniefnamál helgarinnar á þessum tveimur stærstu hátíðum komin upp undir eitt hundrað. Lögreglan á Akureyri segir þennan mikla fjölda mála fyrst og fremst að þakka auknu eftirliti, en liðsauki barst frá Reykjavík, en aðallega þó fíkniefnahundum frá tollinum sem notaðir voru við leit að fíkniefnum um helgina. Ung kona búsett í miðbæ Akureyrar hafði samband við fréttastofu í morgun þar sem henni blöskraði umgengnin í bænum. Þurfti hún að byrja daginn á að tína rusl í eigin garði og þar var stæk hlandlykt, þar sem fólk hafði kastað af sér vatni undir húsveggjunum, þar á meðal í matjurtagarðinn. Sagði hún göngugötuna fulla af rusli og glerbrotum, og því hefði hún ekki getað farið í gögnuferð fyrir hádegi með barnunga dóttur sína og snúið heim. Lögreglan á Akureyri segir að þrifnaðarstarf hafi byrjað fyrir klukkan sex í morgun og stæði enn yfir, en bærinn bæri þess vissulega merki að þar hafi á vel annan tug þúsunda verið að skemmta sér í nótt. Fréttir Innlent Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira
Fíkniefnamálin á tveimur stærstu hátíðum helgarinnar eru að nálgast það að verða eitt hundrað talsins, og er það fyrst og fremst þakkað auknu eftirliti og þjálfuðum fíkniefnahundum. Fangageymslur í Vestmannaeyjum eru yfirfullar eftir nóttina, og tilraun til nauðgunar var tilkynnt á Akureyri. Fangageymslur lögreglunnar í Vestmannaeyjum eru fullar eftir síðasta kvöld Þjóðhátíðar í gærkvöldi. Lögreglan segir mikið hafa verið um ölvun og einnig að nokkur fíkniefnamál hafi komið upp, en þau nálgast nú fimmta tuginn sem er meira en áður hefur þekkst. Byrjað var að fljúga frá Eyjum klukkan átta í morgun og eru tólf vélar á áætlun í dag. Starfsmaður Flugfélags Íslands kvartar þó undan því að sætanýting sé ekki með besta móti þar sem sumir farþega séu enn við skemmtanahald í Dalnum. Veður var milt og gott í gærkvöldi en örfáir rigningadropar féllu í Herjólfsdal skömmu eftir miðnætti eftir að Árni Johnsen hafði klárað brekkusönginn. Árni, sem var fjarri góðu gamni í fyrra, var í góðu formi og spilaði nokkrar mínútur framyfir miðnætti. Á Akureyri gekk allt stórslysalaust í nótt. Fimmtán manns voru teknir með fíkniefni, sem gerir heildartölu fíkniefnamála á Akureyri frá fimmtudegi 46 talsins. Bragi Bergmann, forsvarsmaður hátíðarinnar Ein með öllu, segir fáir hafi farið í gær, og því hafi verið milli 15 og 16 þúsund manns í bænum í nótt fyrir utan heimamenn. hann segir talsverða þreytu hafa verið í fólki í gær en samt hafi hátíðahöldin gengið áfallalítið. Ein líkamsárás var kærð og ein tilraun til nauðgunar. Það mál er nú til rannsóknar. Bragi segir standa upp úr á þessari helgi hve fíkniefnamálum hefur fjölgað um land allt. Hann segir það bera fyrst og fremst vott um öflugt eftirlit lögreglu. Bragi segir einhvern straum liggja úr bænum en hann býst þó við að flestir vilji vera lengur því einmuna blíða sé á Akureyri. Þar með eru fíkniefnamál helgarinnar á þessum tveimur stærstu hátíðum komin upp undir eitt hundrað. Lögreglan á Akureyri segir þennan mikla fjölda mála fyrst og fremst að þakka auknu eftirliti, en liðsauki barst frá Reykjavík, en aðallega þó fíkniefnahundum frá tollinum sem notaðir voru við leit að fíkniefnum um helgina. Ung kona búsett í miðbæ Akureyrar hafði samband við fréttastofu í morgun þar sem henni blöskraði umgengnin í bænum. Þurfti hún að byrja daginn á að tína rusl í eigin garði og þar var stæk hlandlykt, þar sem fólk hafði kastað af sér vatni undir húsveggjunum, þar á meðal í matjurtagarðinn. Sagði hún göngugötuna fulla af rusli og glerbrotum, og því hefði hún ekki getað farið í gögnuferð fyrir hádegi með barnunga dóttur sína og snúið heim. Lögreglan á Akureyri segir að þrifnaðarstarf hafi byrjað fyrir klukkan sex í morgun og stæði enn yfir, en bærinn bæri þess vissulega merki að þar hafi á vel annan tug þúsunda verið að skemmta sér í nótt.
Fréttir Innlent Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira