Lífsnauðsynlegt að dansa 8. nóvember 2004 00:01 "Dans er stórgóð alhliða þjálfun. Þar er einbeiting, þol, styrkur og liðleiki allt æft á jafnan hátt. Dansinn léttir líka lundina og er rosalega skemmtileg íþrótt," segir Guðrún Inga Torfadóttir, danskennari hjá Dansstúdíói World Class í Laugum í Laugardal. Guðrún er búin að dansa frá því hún var fjögurra ára og getur hreinlega ekki lifað án hreyfingarinnar. "Ég útskrifaðist af nútímadansbraut í Listdansskólanum árið 2002. Eftir það fór ég í starfsnám hjá Íslenska dansflokkinum en kláraði það ekki þar sem ég er líka að læra lögfræði í Háskólanum í Reykjavík, en ég klára BA-gráðu þar næsta vor. Fyrir mér er lífsnauðsynlegt að dansa og ég fæ fráhvarfseinkenni ef ég geri það ekki. Ég mun aldrei hætta að dansa." Dansstúdíóið í Laugum er rekið af dansaranum og danskennaranum Nönnu Ósk Jónsdóttur. Það er rekið sjálfstætt og var opnað um leið og líkamsræktarstöðin. Boðið er upp á margs konar danstíma í stúdíóinu en Guðrún kennir þar freestyle og jazzfunk. Einnig er hægt að sækja tíma í salsa, breakdansi og nútímadansi ef nægileg skráning fæst. Tímunum er skipt eftir aldri og eru þeir jafnt fyrir byrjendur og lengra komna. "Nær allir vöðvar eru þjálfaðir í dansi. Það er allt unnið út frá miðju því öll orkan er í maga og baki. Dans er líka mikil fótavinna en jafnframt alhliða líkamsþjálfun því maður þarf að nota hendurnar líka," segir Guðrún, sem vill að nemendur geri danssporin að sínum eigin. "Ég vil ekki bara sjá nemendur gera eins og ég. Þegar þeir eru búnir að læra sporin þá vil ég að þeir gefi sitt í það og geri þau að sínum eigin. Þetta er skapandi eins og hver önnur list. Til að dansinn sé skemmtilegur er mikilvægt að láta miklar tilfinningar í hann." Margir velta því fyrir sér hvernig fari saman að vera bæði laganemi og danskennari. "Mér finnst stórkostlegt að kenna með náminu og nauðsynlegt að dansa til að halda mér í bæði góðu líkamlegu og andlegu formi. Vissulega eru þetta andstæður en það hentar mér vel. Lögfræðin er hugarleikfimi og akademísk en dansinn mjög líkamlegur og andlegur. Það eru miklar tilfinningar í dansi og það greinir hann frá öðrum íþróttagreinum." Heilsa Mest lesið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
"Dans er stórgóð alhliða þjálfun. Þar er einbeiting, þol, styrkur og liðleiki allt æft á jafnan hátt. Dansinn léttir líka lundina og er rosalega skemmtileg íþrótt," segir Guðrún Inga Torfadóttir, danskennari hjá Dansstúdíói World Class í Laugum í Laugardal. Guðrún er búin að dansa frá því hún var fjögurra ára og getur hreinlega ekki lifað án hreyfingarinnar. "Ég útskrifaðist af nútímadansbraut í Listdansskólanum árið 2002. Eftir það fór ég í starfsnám hjá Íslenska dansflokkinum en kláraði það ekki þar sem ég er líka að læra lögfræði í Háskólanum í Reykjavík, en ég klára BA-gráðu þar næsta vor. Fyrir mér er lífsnauðsynlegt að dansa og ég fæ fráhvarfseinkenni ef ég geri það ekki. Ég mun aldrei hætta að dansa." Dansstúdíóið í Laugum er rekið af dansaranum og danskennaranum Nönnu Ósk Jónsdóttur. Það er rekið sjálfstætt og var opnað um leið og líkamsræktarstöðin. Boðið er upp á margs konar danstíma í stúdíóinu en Guðrún kennir þar freestyle og jazzfunk. Einnig er hægt að sækja tíma í salsa, breakdansi og nútímadansi ef nægileg skráning fæst. Tímunum er skipt eftir aldri og eru þeir jafnt fyrir byrjendur og lengra komna. "Nær allir vöðvar eru þjálfaðir í dansi. Það er allt unnið út frá miðju því öll orkan er í maga og baki. Dans er líka mikil fótavinna en jafnframt alhliða líkamsþjálfun því maður þarf að nota hendurnar líka," segir Guðrún, sem vill að nemendur geri danssporin að sínum eigin. "Ég vil ekki bara sjá nemendur gera eins og ég. Þegar þeir eru búnir að læra sporin þá vil ég að þeir gefi sitt í það og geri þau að sínum eigin. Þetta er skapandi eins og hver önnur list. Til að dansinn sé skemmtilegur er mikilvægt að láta miklar tilfinningar í hann." Margir velta því fyrir sér hvernig fari saman að vera bæði laganemi og danskennari. "Mér finnst stórkostlegt að kenna með náminu og nauðsynlegt að dansa til að halda mér í bæði góðu líkamlegu og andlegu formi. Vissulega eru þetta andstæður en það hentar mér vel. Lögfræðin er hugarleikfimi og akademísk en dansinn mjög líkamlegur og andlegur. Það eru miklar tilfinningar í dansi og það greinir hann frá öðrum íþróttagreinum."
Heilsa Mest lesið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning