Úrsmiður keyrir um á krílí 8. október 2004 00:01 "Bíllinn minn var valinn einungis út af hagræði. Hann eyðir litlu og engir listar eru á hliðunum þannig að auðvelt verður að merkja hann versluninni minni, þegar ég rolast til þess," segir Rúnar I. Hannah, úrsmiður, eigandi verslunarinnar Úr að ofan og meðlimur í gleðisveitinni Breiðbandinu. "Bíllinn minn er fjögurra ára gamall Toyota Yaris sem ég keypti í sumar til að koma mér í og úr vinnu. Ég myndi segja að hans helsti kostur sé að hann er með geislaspilara og get ég því skellt geisladisknum Af fullum þunga með Breiðbandinu í hann hvenær sem er. Tæknilega séð þá er ég með Breiðbandið í bílnum," segir Rúnar og glottir við tönn þar sem húmorinn er aldrei langt undan. "Ég er mikið í bílnum þar sem ég bý í Keflavík en verslunin mín er á Laugaveginum. Ég nýti tímann í bílnum mjög vel því flestar hugmyndir mínar að textum og gríni fyrir Breiðbandið kvikna á Reykjanesbrautinni. Mér finnst rosalega gaman að keyra litla bíla og Yarisinn minn, sem ég kalla Krílið, er eins og frægt samkomuhús í Stuðmannamyndinni Með allt á hreinu - miklu stærri að innan en utan. Svo sit ég frekar hátt í bílnum og fæ því ekki á tilfinninguna að ég sé í svona litlum bíl." Rúnar hefur ekki brennandi áhuga á bílum sem er skrýtið þar sem það virðist loða við úrsmíðaiðnina. "Ég er í raun ekki mikill bílaáhugamaður, en mjög algengt er að úrsmiðir séu með bíladellu. Til dæmis voru bekkjarbræður mínir í úrsmíðaskólanum í Danmörku alltaf að tala um bíla og spá í draumabílinn. Eitt sinn þegar þeir spurðu mig hver væri minn draumabíll sagði ég að það væri Carlsberg flutningabíll fullur af bjór, helst með tengivagni líka. Ég held að það sé barasta ennþá draumabíllinn minn - nema í dag mætti hann vera fullur af Víking." Bílar Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Lay Low á Grand Rokk Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
"Bíllinn minn var valinn einungis út af hagræði. Hann eyðir litlu og engir listar eru á hliðunum þannig að auðvelt verður að merkja hann versluninni minni, þegar ég rolast til þess," segir Rúnar I. Hannah, úrsmiður, eigandi verslunarinnar Úr að ofan og meðlimur í gleðisveitinni Breiðbandinu. "Bíllinn minn er fjögurra ára gamall Toyota Yaris sem ég keypti í sumar til að koma mér í og úr vinnu. Ég myndi segja að hans helsti kostur sé að hann er með geislaspilara og get ég því skellt geisladisknum Af fullum þunga með Breiðbandinu í hann hvenær sem er. Tæknilega séð þá er ég með Breiðbandið í bílnum," segir Rúnar og glottir við tönn þar sem húmorinn er aldrei langt undan. "Ég er mikið í bílnum þar sem ég bý í Keflavík en verslunin mín er á Laugaveginum. Ég nýti tímann í bílnum mjög vel því flestar hugmyndir mínar að textum og gríni fyrir Breiðbandið kvikna á Reykjanesbrautinni. Mér finnst rosalega gaman að keyra litla bíla og Yarisinn minn, sem ég kalla Krílið, er eins og frægt samkomuhús í Stuðmannamyndinni Með allt á hreinu - miklu stærri að innan en utan. Svo sit ég frekar hátt í bílnum og fæ því ekki á tilfinninguna að ég sé í svona litlum bíl." Rúnar hefur ekki brennandi áhuga á bílum sem er skrýtið þar sem það virðist loða við úrsmíðaiðnina. "Ég er í raun ekki mikill bílaáhugamaður, en mjög algengt er að úrsmiðir séu með bíladellu. Til dæmis voru bekkjarbræður mínir í úrsmíðaskólanum í Danmörku alltaf að tala um bíla og spá í draumabílinn. Eitt sinn þegar þeir spurðu mig hver væri minn draumabíll sagði ég að það væri Carlsberg flutningabíll fullur af bjór, helst með tengivagni líka. Ég held að það sé barasta ennþá draumabíllinn minn - nema í dag mætti hann vera fullur af Víking."
Bílar Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Lay Low á Grand Rokk Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning