Fjármögnun meðferðar sprautufíkla 10. ágúst 2004 00:01 Heilbrigðisyfirvöld ætla að reyna að koma til móts við SÁÁ vegna kostnaðar við meðferð sprautufíkla sem háðir eru ópíumefnum. Samtökin segjast ítrekað hafa reynt á undanförnum árum að vekja athygli stjórnvalda á málinu en hvorki heilbrigðisráðherra né formaður heilbrigðisnefndar Alþingis kannast við það. Fjörutíu sprautufíklar sækja meðferð á göngudeildina við sjúkrahúsið Vog. Kostnaðurinn nemur um tólf miljónum á ári og þar af fara um átta milljónir í lyfjakostnað. Í ályktun frá stjórn SÁÁ segir að heilbrigðisyfirvöld taki engan þátt í kostnaði við meðferðina og mismuni ungum, mikið veikum sjúklingum. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra segir að reynt verði að skoða hvernig hægt sé að koma til móts við SÁÁ og að reynt verði að finna farsæla lausn á málinu. Undir það tekur Jónína Bjartmarz, formaður heilbrigðisnefndar Alþingis, og segir það ekki ætlun neins að mismuna sjúklingum eða fíklum eftir einhverjum tegundum. Það sé hins vegar þannig að meðferðarstarf SÁÁ sé rekið fyrir framlög af fjárlögum sem nemur ríflega 450 milljónum á þessu ári, til viðbótar því sem þeir fá í sína hlutdeild úr spilakössum, og segist Jónína fyrirfram hafa haldið að í þjónustusamningunum sem ríkið hefur gert við SÁÁ væri gert ráð fyrir þessum lyfjakostnaði eins og öllum öðrum kostnaði. Varaformaður SÁÁ, Arnþór Jónsson, segir að þegar þjónustusamningur við ríkið hafi verið undirritaður hafi ekki legið fyrir að göngudeildin sæi alfarið um meðferð sprautufíkla, og ekki sé gert ráð fyrir þeim kostnaði í samningnum. SÁÁ greiði því meðferðina með sjálfsaflarfé sínu og svo hafi verið frá árinu 1999. Athygli vekur að heilbrigðisyfirvöld kannast ekki við að SÁÁ hafi sóst eftir því að ríkið tæki sérstaklega þátt í kostnaði við meðferð sprautufíkla. Varaformaður SÁÁ segir hins vegar að erindi þess efnis hafi legið hjá heilbrigðisráðuneytinu, samtökin hafi farið fyrir fjárlaganefnd til að ýta við málinu og til séu bréfaskriftir þar að lútandi. Enda hefði stjórnin ekki sent frá sér svo harðorða ályktun nema áður hefði verið reynt að knýja fram þátttöku heilbrigðisyfirvalda. Fréttir Innlent Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Heilbrigðisyfirvöld ætla að reyna að koma til móts við SÁÁ vegna kostnaðar við meðferð sprautufíkla sem háðir eru ópíumefnum. Samtökin segjast ítrekað hafa reynt á undanförnum árum að vekja athygli stjórnvalda á málinu en hvorki heilbrigðisráðherra né formaður heilbrigðisnefndar Alþingis kannast við það. Fjörutíu sprautufíklar sækja meðferð á göngudeildina við sjúkrahúsið Vog. Kostnaðurinn nemur um tólf miljónum á ári og þar af fara um átta milljónir í lyfjakostnað. Í ályktun frá stjórn SÁÁ segir að heilbrigðisyfirvöld taki engan þátt í kostnaði við meðferðina og mismuni ungum, mikið veikum sjúklingum. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra segir að reynt verði að skoða hvernig hægt sé að koma til móts við SÁÁ og að reynt verði að finna farsæla lausn á málinu. Undir það tekur Jónína Bjartmarz, formaður heilbrigðisnefndar Alþingis, og segir það ekki ætlun neins að mismuna sjúklingum eða fíklum eftir einhverjum tegundum. Það sé hins vegar þannig að meðferðarstarf SÁÁ sé rekið fyrir framlög af fjárlögum sem nemur ríflega 450 milljónum á þessu ári, til viðbótar því sem þeir fá í sína hlutdeild úr spilakössum, og segist Jónína fyrirfram hafa haldið að í þjónustusamningunum sem ríkið hefur gert við SÁÁ væri gert ráð fyrir þessum lyfjakostnaði eins og öllum öðrum kostnaði. Varaformaður SÁÁ, Arnþór Jónsson, segir að þegar þjónustusamningur við ríkið hafi verið undirritaður hafi ekki legið fyrir að göngudeildin sæi alfarið um meðferð sprautufíkla, og ekki sé gert ráð fyrir þeim kostnaði í samningnum. SÁÁ greiði því meðferðina með sjálfsaflarfé sínu og svo hafi verið frá árinu 1999. Athygli vekur að heilbrigðisyfirvöld kannast ekki við að SÁÁ hafi sóst eftir því að ríkið tæki sérstaklega þátt í kostnaði við meðferð sprautufíkla. Varaformaður SÁÁ segir hins vegar að erindi þess efnis hafi legið hjá heilbrigðisráðuneytinu, samtökin hafi farið fyrir fjárlaganefnd til að ýta við málinu og til séu bréfaskriftir þar að lútandi. Enda hefði stjórnin ekki sent frá sér svo harðorða ályktun nema áður hefði verið reynt að knýja fram þátttöku heilbrigðisyfirvalda.
Fréttir Innlent Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira