Ranglega dæmd fyrir kynferðisbrot 3. júlí 2004 00:01 Áfrýjunardómstóll í Færeyjum þarf að taka upp mál færeyskra hjóna sem dæmd voru í fangelsi fyrir sifjaspell. Börnin, sem hafa búið hér á landi undanfarin ár, hafa viðurkennt að hafa haft hjónin fyrir rangri sök. Stjúpmóðirin býr einnig hér á landi hún hefur verið ákærð fyrir að beita börnin ofbeldi. Mál barnanna vakti fyrst athygli þegar þau komu hingað til lands með föður sínum og stjúpmóður árið 2000 og bjó fjölskyldan þá í tjöldum í Keflavík. Félagsmálayfirvöld töldu ástæðu til að skakka leikinn og komu þeim í fóstur og síðar voru faðirinn og stjúpmóðir svift forræði yfir þeim. Skömmu áður höfðu börnin, ein stúlka og tveir drengir, sakað móður sína og eiginmann hennar um að hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi um níu ára skeið. Hjónin voru dæmd í tveggja ára fangelsi í héraði, og dómarnir staðfestir í hæstarétti, þó dómur yfir manninum hafi verið styttur. Þau hafa fyrir löngu tekið út sína refsingu. Börnin hafa allan þennan tíma búið á Íslandi en þegar dóttirin, sem er þeirra elst, varð 18 ára gaf hún sig fram af fúsum og frjálsum vilja við lögregluna í Reykjavík og játaði að hafa haft móður sína og stjúpföður að rangri sök. Linda Helstelberg, sérstakur saksóknari í málinu í Þórshöfn, sagði í samtali við fréttastofu að dóttirin hefði ekki getað hugsað sér að lifa lengur með það á herðunum að hafa logið upp á móður sína. Í kjölfarið breyttu drengirnir einnig framburði sínum. Þau sögðu að stjúpmóðir þeirra hefði þvingað þau til að ljúga til um kynferðislegt ofbeldi móðurinnar og eiginmanns hennar. Danskur áfrýjunardómstóll hefur nú úrskurðað að málið skuli tekið upp að nýju fyrir Eystri- Landsrétti. Tvö barnanna voru orðin 15 ára þegar þau lugu fyrir dómi og eiga því yfir höfði sér ákæru fyrir rangar sakargiftir. Stjúpmóðirin, sem einnig býr hér á landi, hefur þegar verið ákærð í Færeyjum, og ekki aðeins fyrir að hafa þvingað þau til að ljúga upp á móður sína og stjúpföður, heldur einnig fyrir líkamlegt og andlegt ofbeldi á börnunum þremur. Fréttir Innlent Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Maður í sjálfheldu nálægt Nesdal Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Sjá meira
Áfrýjunardómstóll í Færeyjum þarf að taka upp mál færeyskra hjóna sem dæmd voru í fangelsi fyrir sifjaspell. Börnin, sem hafa búið hér á landi undanfarin ár, hafa viðurkennt að hafa haft hjónin fyrir rangri sök. Stjúpmóðirin býr einnig hér á landi hún hefur verið ákærð fyrir að beita börnin ofbeldi. Mál barnanna vakti fyrst athygli þegar þau komu hingað til lands með föður sínum og stjúpmóður árið 2000 og bjó fjölskyldan þá í tjöldum í Keflavík. Félagsmálayfirvöld töldu ástæðu til að skakka leikinn og komu þeim í fóstur og síðar voru faðirinn og stjúpmóðir svift forræði yfir þeim. Skömmu áður höfðu börnin, ein stúlka og tveir drengir, sakað móður sína og eiginmann hennar um að hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi um níu ára skeið. Hjónin voru dæmd í tveggja ára fangelsi í héraði, og dómarnir staðfestir í hæstarétti, þó dómur yfir manninum hafi verið styttur. Þau hafa fyrir löngu tekið út sína refsingu. Börnin hafa allan þennan tíma búið á Íslandi en þegar dóttirin, sem er þeirra elst, varð 18 ára gaf hún sig fram af fúsum og frjálsum vilja við lögregluna í Reykjavík og játaði að hafa haft móður sína og stjúpföður að rangri sök. Linda Helstelberg, sérstakur saksóknari í málinu í Þórshöfn, sagði í samtali við fréttastofu að dóttirin hefði ekki getað hugsað sér að lifa lengur með það á herðunum að hafa logið upp á móður sína. Í kjölfarið breyttu drengirnir einnig framburði sínum. Þau sögðu að stjúpmóðir þeirra hefði þvingað þau til að ljúga til um kynferðislegt ofbeldi móðurinnar og eiginmanns hennar. Danskur áfrýjunardómstóll hefur nú úrskurðað að málið skuli tekið upp að nýju fyrir Eystri- Landsrétti. Tvö barnanna voru orðin 15 ára þegar þau lugu fyrir dómi og eiga því yfir höfði sér ákæru fyrir rangar sakargiftir. Stjúpmóðirin, sem einnig býr hér á landi, hefur þegar verið ákærð í Færeyjum, og ekki aðeins fyrir að hafa þvingað þau til að ljúga upp á móður sína og stjúpföður, heldur einnig fyrir líkamlegt og andlegt ofbeldi á börnunum þremur.
Fréttir Innlent Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Maður í sjálfheldu nálægt Nesdal Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Sjá meira