Rannsaka misnotkun á heyrnarlausum 3. júlí 2004 00:01 Formaður Félags heyrnarlausra hefur farið fram á opinbera rannsókn á því hversu stór hópur barna var beittur kynferðislegu ofbeldi í heimavistarskóla fyrir heyrnarlausa. Barnaníðingur fékk mildari refsingu í Héraðsdómi fyrir kynferðisbrot gegn dætrum sínum vegna þess að hann var talinn hafa sætt kynferðislegu ofbeldi daglega, svo árum skipti, af hálfu starfsmanns í skólanum. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að svo virðist sem brotið hafi verið með sama hætti gegn mörgum skólafélögum mannsins sem bjó á heimavistinni frá árinu 1976 til ársins 1984. Skólinn var til húsa við Vesturhlíð en enginn sérskóli fyrir heyrnarlaus börn er starfræktur í dag. Maðurinn sem nú er á fertugsaldri lýsti ítrekuðu, skelfilegu kynferðisofbeldi fyrir dómi. Gerandinn á að hafa verið karlmaður sem starfaði við skólanum. Hann sagði ofbeldið hafa verið daglegt og staðið frá því hann var níu ára þar til hann náði 17 ára aldri. Hann vex úr grasi og er ákærður fyrir að beita sín eigin börn, þrjár stúlkur, kynferðislegu ofbeldi. Lýsingar á því ofbeldi sem hann sjálfur varð fyrir varð til þess að dómurinn var mildaður. Hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi, skilorðsbundið að hluta, fyrir að beita tvær dætur sínar ofbeldi en var sýknaður af ákæru þeirrar þriðju. Í dómsorði er átalið að aldrei hafi farið fram opinber rannsókn á því hvers vegna og hvernig börnin, og þá maðurinn sem um ræðir, sættu kynferðisofbeldi á opinberri stofnun. Greinargerð frá Félagi heyrnarlausra, sem lögð var fram í Héraðsdómi, studdi framburð mannsins en þar segir að ýmislegt bendi til þess að kynferðisleg misnotkun hafi tíðkast á heimavistinni. Berglind Stefánsdóttir, formaður Félags heyrnarlausra, hefur nú farið fram á opinbera rannsókn og sagði í samtali við fréttastofu að það kæmi í ljós eftir helgi hvernig að henni verður staðið og þá til hvaða tímabils hún tekur. Sjálf segist Berglind hafa vitneskju um að börn í skólanum hafi verið beitt ofbeldi. Gunnar Salvarsson, sem var skólastjóri Heyrnleysingjaskólans í áratug frá árinu 1986, segir að á meðan hann starfaði þar hafi engin mál af þessu tagi komið á sitt borð. Þá undrast hann að dómurinn hafi tekið frásögn mannsins trúanlega án þess að hún hafi verið studd frekari vitnisburði. Hann bendir ennfremur á að enginn karlmaður hafi starfað samfleytt við heimavistina þau ár sem ákærði nefnir. Ekki náðist í þá aðila sem voru skólastjórar Heyrnleysingjaskólans það tímabil sem hin meintu brot eiga að hafa verið framin. Fréttir Innlent Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Formaður Félags heyrnarlausra hefur farið fram á opinbera rannsókn á því hversu stór hópur barna var beittur kynferðislegu ofbeldi í heimavistarskóla fyrir heyrnarlausa. Barnaníðingur fékk mildari refsingu í Héraðsdómi fyrir kynferðisbrot gegn dætrum sínum vegna þess að hann var talinn hafa sætt kynferðislegu ofbeldi daglega, svo árum skipti, af hálfu starfsmanns í skólanum. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að svo virðist sem brotið hafi verið með sama hætti gegn mörgum skólafélögum mannsins sem bjó á heimavistinni frá árinu 1976 til ársins 1984. Skólinn var til húsa við Vesturhlíð en enginn sérskóli fyrir heyrnarlaus börn er starfræktur í dag. Maðurinn sem nú er á fertugsaldri lýsti ítrekuðu, skelfilegu kynferðisofbeldi fyrir dómi. Gerandinn á að hafa verið karlmaður sem starfaði við skólanum. Hann sagði ofbeldið hafa verið daglegt og staðið frá því hann var níu ára þar til hann náði 17 ára aldri. Hann vex úr grasi og er ákærður fyrir að beita sín eigin börn, þrjár stúlkur, kynferðislegu ofbeldi. Lýsingar á því ofbeldi sem hann sjálfur varð fyrir varð til þess að dómurinn var mildaður. Hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi, skilorðsbundið að hluta, fyrir að beita tvær dætur sínar ofbeldi en var sýknaður af ákæru þeirrar þriðju. Í dómsorði er átalið að aldrei hafi farið fram opinber rannsókn á því hvers vegna og hvernig börnin, og þá maðurinn sem um ræðir, sættu kynferðisofbeldi á opinberri stofnun. Greinargerð frá Félagi heyrnarlausra, sem lögð var fram í Héraðsdómi, studdi framburð mannsins en þar segir að ýmislegt bendi til þess að kynferðisleg misnotkun hafi tíðkast á heimavistinni. Berglind Stefánsdóttir, formaður Félags heyrnarlausra, hefur nú farið fram á opinbera rannsókn og sagði í samtali við fréttastofu að það kæmi í ljós eftir helgi hvernig að henni verður staðið og þá til hvaða tímabils hún tekur. Sjálf segist Berglind hafa vitneskju um að börn í skólanum hafi verið beitt ofbeldi. Gunnar Salvarsson, sem var skólastjóri Heyrnleysingjaskólans í áratug frá árinu 1986, segir að á meðan hann starfaði þar hafi engin mál af þessu tagi komið á sitt borð. Þá undrast hann að dómurinn hafi tekið frásögn mannsins trúanlega án þess að hún hafi verið studd frekari vitnisburði. Hann bendir ennfremur á að enginn karlmaður hafi starfað samfleytt við heimavistina þau ár sem ákærði nefnir. Ekki náðist í þá aðila sem voru skólastjórar Heyrnleysingjaskólans það tímabil sem hin meintu brot eiga að hafa verið framin.
Fréttir Innlent Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira