Erlent

Túrbanabann í frönskum skólum

Úrskurðurinn kom í kjölfar þess að þrír síkar höfðuðu mál eftir að hafa neitað að taka ofan túrbana sína. Þetta er fyrsta málið sem fer fyrir dómstóla vegna bannsins, sem tók gildi í byrjun september. Menntamálaráðherra, Francois Fillon, skýrði frá því að alls væru 70 dæmi um nemendur sem óhlýðnuðust lögunum. Mest væri um að stúlkur neituðu að fjarlægja höfuðslæður sínar. Alls komu upp sex hundruð mál í byrjun ársins, en flest voru leyst með viðræðum, líkt og gert er ráð fyrir í lögum, að sögn Fillon. Lögin banna nemendum að bera sýnileg trúartákn og klæðnað, þar með talið höfuðslæður múslima, gyðingahúfur og stóra krossa. Fillon hefur nú tekið af öll tvímæli varðandi túrbana síka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×