Innlent

Tvær bílveltur

Þrír menn sluppu lítið meiddir þegar bíll þeirra valt út af veginum í Vatnsskarði austur á Héraði í gær. Þeir voru fluttir á Heilsugæslustöðina á Egilsstöðum, þar sem gert var að sárum þeirra. Um svipað leiti valt annar bíll út af veginum í Skriðdal. Ökumaður, sem var einn í honum slapp lítið meiddur. Að sögn lögreglu er nú mikil umferð eystra sem væntanlega má að hluta rekja til veðurblíðu þar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×