Innlent

Lamb hljóp fyrir mótorhjól

Lamb drapst eftir að það hljóp í veg fyrir mótorhjól í Hvalfjarðarbotni laust fyrir kvöldmat í gær. Við áreksturinn féll ökumaður vélhjólsins í götuna og slasaðist en þó ekki alvarlega. Hann var fluttur á sjúkrahúsið á Akranesi til aðhlynningar. Mikið er af sauðfé í byggð eftir að búið er að smala afrétti og er því viðbúið að ein og ein kind sleppi úr girðingum og haldi út á þjóðveginn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×