Innlent

Hlíðavöllur stækkaður

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar og Golfklúbburinn Kjölur hafa undirritað samkomulag um stækkun Hlíðavallar í úr níu holum í átján. Auk þess að stækka völlinn verður byggt nýtt æfingasvæði og nýtt áhalda- og starfsmannahús. Golfvöllurinn verður stækkaður út á svonefnt Blikastaðanes sem Mosfellsbær eignaðist nýlega í makaskiptum við Íslenska aðalverktaka. Bærinn lætur klúbbnum í té afnot af hluta landsins. Í skipulagi vallarins er gert ráð fyrir ósnortnum svæðum milli brauta. Samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi fyrir Blikastaðanesið er þar einnig gert ráð fyrir aðstöðu fyrir margvíslega aðra útivist svo sem göngu- og hjólastígum og reiðgötum. Sérstakt samkomulag hefur verið gert milli golfklúbbsins og hestamannafélagsins Harðar um legu reiðleiða. Vinna hefst við þessar framkvæmdir á næstu dögum og er gert ráð fyrir að þeim ljúki að fullu eftir þrjú til fjögur ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×