
Innlent
Ökumaður sefur við Smáralind
Tilkynnt var um ökumann sem svæfi djúpum svefni í bifreið sinni á miðri götu fyrir utan Smáralindina núna á þriðja tímanum. Að sögn vegfaranda sat maðurinn undir stýri og virtist í fastasvefni. Lögreglan í Kópavogi sendi menn á staðinn rétt fyrir fréttir og sagði lækni jafnframt hafa verið kallaðan á vettvang. Lögreglan kvaðst ekki hafa frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.