Þórólfur getur starfað áfram 6. nóvember 2004 00:01 Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, segir Þórólf Árnason hafa staðið sig vel í embætti borgarstjóra og hefur fulla trú á því að hann geti sinnt starfinu áfram. Hann segir Þórólf ekki pólitískan borgarstjóra og að þeir sem hafi ráðið hann til starfa beri hina pólitísku ábyrgð. Engin ákvörðun liggur fyrir um hvort Þórólfur Árnason verður látinn víkja úr embætti borgarstjóra. Halldór Ásgrímsson segir að formenn samstarfsflokkanna komi ekki að þeirri ákvörðun. Hann ber Þórólfi Árnasyni hins vegar vel söguna. Skýrsla Samkeppnisstofnunar sé mjög alvarleg og dómur yfir þeim fyrirtækjum sem hlut eigi að máli en ekki dómur yfir einstökum starfsmönnum. Halldór segir alveg ljóst að þeir sem eru í forystu beri aðalábyrgðina. „Þórólfur Árnason hefur að mínu mati verið mjög góður borgarstjóri og hann hefur viðurkennt að hafa gert mistök í þessu máli. Hann verður að sjálfsögðu að gera það upp við sína samvisku, og þeir sem styðja hann í bogarstjórninni, hvort hann geti haldið störfum sínum áfram eða ekki,“ segir Halldór sem kveðst hafa fulla trú á því að Þórólfur geti sinnt starfi borgarstjóra áfram. Halldór segir málið alfarið á forræði Reykjavíkurlistans og formenn flokkanna hefðu ekki verið kallaðir til samráðs. Hann segist treysta fulltrúum Framsóknarflokksins í borginni fyllilega til þess. Líf Reykjavíkurlistans virðirst hanga á því að það takist að sætta sjónarmið í þessu máli. Önnur stjórnmálahreyfing fyrr á öldinni fór einnig flatt á olíu, þótt með allt öðrum hætti væri - nefnilega Kommúnistaflokkur Íslands. „Á gröf hins látna blikar bensíntunna. Frá British petroleum company“ orti Steinn Steinarr í minningu þess flokks. Halldór vill ekki fullyrða neitt um það hvort samstarf R-listans sé búið að vera ef Þórólfur verði látinn víkja. Það komi í ljós á næstu dögum. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira
Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, segir Þórólf Árnason hafa staðið sig vel í embætti borgarstjóra og hefur fulla trú á því að hann geti sinnt starfinu áfram. Hann segir Þórólf ekki pólitískan borgarstjóra og að þeir sem hafi ráðið hann til starfa beri hina pólitísku ábyrgð. Engin ákvörðun liggur fyrir um hvort Þórólfur Árnason verður látinn víkja úr embætti borgarstjóra. Halldór Ásgrímsson segir að formenn samstarfsflokkanna komi ekki að þeirri ákvörðun. Hann ber Þórólfi Árnasyni hins vegar vel söguna. Skýrsla Samkeppnisstofnunar sé mjög alvarleg og dómur yfir þeim fyrirtækjum sem hlut eigi að máli en ekki dómur yfir einstökum starfsmönnum. Halldór segir alveg ljóst að þeir sem eru í forystu beri aðalábyrgðina. „Þórólfur Árnason hefur að mínu mati verið mjög góður borgarstjóri og hann hefur viðurkennt að hafa gert mistök í þessu máli. Hann verður að sjálfsögðu að gera það upp við sína samvisku, og þeir sem styðja hann í bogarstjórninni, hvort hann geti haldið störfum sínum áfram eða ekki,“ segir Halldór sem kveðst hafa fulla trú á því að Þórólfur geti sinnt starfi borgarstjóra áfram. Halldór segir málið alfarið á forræði Reykjavíkurlistans og formenn flokkanna hefðu ekki verið kallaðir til samráðs. Hann segist treysta fulltrúum Framsóknarflokksins í borginni fyllilega til þess. Líf Reykjavíkurlistans virðirst hanga á því að það takist að sætta sjónarmið í þessu máli. Önnur stjórnmálahreyfing fyrr á öldinni fór einnig flatt á olíu, þótt með allt öðrum hætti væri - nefnilega Kommúnistaflokkur Íslands. „Á gröf hins látna blikar bensíntunna. Frá British petroleum company“ orti Steinn Steinarr í minningu þess flokks. Halldór vill ekki fullyrða neitt um það hvort samstarf R-listans sé búið að vera ef Þórólfur verði látinn víkja. Það komi í ljós á næstu dögum.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira