Viðskipti innlent

SA: Of snemmt að fagna lokum kreppunnar

Aljóðasamtök atvinnurekenda (IOE), sem Samtök atvinnulífsins (SA) eiga aðild að, hafa sent leiðtogum G-20 ríkjanna opið bréf þar sem þeir eru hvattir til þess að bæta starfsumhverfi fyrirtækja. Samtökin segja of snemmt að fagna lokum kreppunnar þó svo jákvæð teikn hafi sést á mörkuðum og vöxtur látið á sér kræla á ný.

Viðskipti innlent

Kröfuhafar SPM funda um nauðasaming í dag

Fundur með kröfuhöfum Sparisjóðs Mýrasýslu verður haldinn í dag, þriðjudag, að Hilton Hotel Nordica í Reykjavík. Á fundinum verður fjallað um núverandi stöðu sparisjóðsins. Þá verður á fundinum leitað eftir meðmælum kröfuhafa með frumvarpi að nauðasamningi, sem öllum þekktum kröfuhöfum hefur áður verið kynnt.

Viðskipti innlent

Aðeins hluti söluverðs Haga til Kaupþings

Þegar Hagar, móðurfélag Hagkaupa, Bónuss og fleiri verslana, voru seldir úr Baugi Group til eignarhaldsfélagsins 1998 ehf. í júlí á síðasta ári fór aðeins hluti af söluverðinu beint og milliliðalaust til Kaupþings sem hafði fjármagnað kaupin á Högum.

Viðskipti innlent

Stjórnendur yfirskuldsettra fyrirtækja skjóta eignum undan

Margir eigendur fyrirtækja sem standa frammi fyrir gjaldþroti eða að bankarnir taki rekstur þeirra yfir eru að taka eignir út úr fyrirtækjunum og/eða taka út háar peningafjárhæðir með ýmsum hætti. Þetta sögðu helstu stjórnendur Landsbankans við kröfuhafa bankans í kynningu sem var haldin í júní síðastliðnum.

Viðskipti innlent

Tíu mál gegn þrotabúi Straums þingfest

Tíu mál gegn þrotabúi Straums-Burðaráss voru þingfest í morgun fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Í flestum tilfellum er um lífeyrissjóði að ræða og snúast málin um ágreining um hvort kröfur sjóðanna séu forgangskröfur eða almennar kröfur.

Viðskipti innlent

Segir lánadrottna taka vel í tilboð Mjólku

Ólafur M. Magnússon framkvæmdarstjóri Mjólku segir að samningar við lánadrottna gangi vel. Allir stærstu lánadrottnar félagsins sem og viðskiptabanki þess, hafi gengið að tilboði sem félagið bauð þeim. Ólafur er þakklátur fyrir það góða samstarf og mikla skilning sem félaginu hefur verið sýnt á þessum erfiðu tímum. Nú standi yfir viðræður við að fá nýja fjárfesta inn í félagið en í þeim hópi eru bæði innlendir og erlendir aðilar.

Viðskipti innlent

Mjólka á barmi gjaldþrots - reyna að semja við kröfuhafa

Mjólka ehf. stendur frammi fyrir miklum skuldavanda og er fyrirséð að félagið geti ekki staðið undir þeim skuldbindingum sem á því hvíla ef marka má bréf sem Ólafur Magnússon framkvæmdarstjóri sendir lánadrottnum. Skuldir félagsins eru umtalsverðar og eigið fé neikvætt. Nú er leitað leiða til þess að semja við kröfuhafa og eru tvær leiðir í boði.

Viðskipti innlent

Uppgjörstími verðbréfa breytist í dag

Líkt og áður hefur verið tilkynnt færist uppgjörstími verðbréfa hjá Verðbréfaskráningu Íslands (VS) frá klukkan 9 árdegis til klukkan 12 á hádegi frá og með deginum í dag 21. september.. Þessi færsla hefur í för með sér breytingu á meðhöndlun réttinda skuldabréfa.

Viðskipti innlent

Gríðarlegar afskriftir skulda eignarhaldsfélaga

Mánuði fyrir hrun höfðu bankarnir lánað eignarhaldsfélögum upp undir þrisvar sinnum meira en þeir höfðu lánað fólki í landinu í húsnæðislán. Allt er á huldu með veð og tryggingar fyrir lánum félaganna en á síðustu vikum hafa borist fregnir af afskriftum skulda þeirra upp á nærri 85 milljarða króna.

Viðskipti innlent

Norskur fjárfestir kaupir hlut í MP Banka

Norski fjárfestirinn Endre Røsjø og MP Banki hf. hafa náð samkomulagi um að Røsjø eignist hlut í bankanum að loknum fyrirhuguðum hluthafafundi í næsta mánuði og verði þar með virkur hluthafi við framtíðarþróun bankans.

Viðskipti innlent