Viðskipti innlent

Moody´s: Ísland hefur náð viðkvæmum stöðugleika

Matsfyrirtækið Moody´s segir að Ísland, Lettland og Ungverjaland hafi náð viðkvæmum stöðugleika en það sé enn of snemmt að segja til um endurreisn þeirra úr kreppunni þar sem óljóst er hvort nýlegar vísbendingar séu viðvarandi.

 

Í frétt um málið á vefsíðu Nasdaq kauphallarinnar segir að niðursveiflan í hagkerfum þessara þjóða sé að jafna sig út og segir Moody´s að lykiltölur í hagstærðum séu ekki lengur í því dramatíska falli sem þær voru fyrir sex mánuðum síðan.

 

„Þessi þróun hefur einnig endurspeglast á fjármálamörkuðum þessara þjóða og gefur til kynna að neikvæður þrýstingur sé að minnka...og þar með séu hagkerfi þeirra að ná viðkvæmum stöðugleika," segir í áliti Moody´s.

 

Þrátt fyrir þessar jákvæðu vísbendingar segir Moody´s að enn sé of snemmt að tala um bata. Ennfremur segir Moody´s að ekki sé hægt að álykta af neinu öryggi um að þjóðir þessar hafi nú náð botninum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×