Viðskipti innlent

Greining: Enn sama frostið á íbúðamarkaðinum

Samdráttur er enn umtalsverður á íbúðamarkaði og fá teikn á lofti um að það muni breytast neitt á næstunni. Í september var veltan í viðskiptum með íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu 45% minni en í sama mánuði í fyrra og samningarnir 37% færri.

Viðskipti innlent

Raungengi krónunnar hækkaði milli mánaða

Raungengi íslensku krónunnar hækkaði um 1,2% í september frá fyrri mánuði á mælikvarða hlutfallslegs verðlags. Hækkunin er komin til bæði vegna þess að nafngengi krónunnar hækkaði um 0,5% og vegna þess að verðbólgan hér á landi var umfram það sem hún var í okkar helstu nágrannalöndum.

Viðskipti innlent

Heildarútlán ÍLS jukust um 84 prósent milli mánaða

Alls námu heildarútlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) rúmlega 2,9 milljörðum króna í september. Þar af voru rúmir 1,8 milljarðar vegna almennra lána og tæpir 1,1 milljarður vegna leiguíbúðalána. Heildarútlán sjóðsins jukust því um tæp 84% frá fyrra mánuði sem má að mestu rekja til aukningar í leiguíbúðalánum frá fyrri mánuði.

Viðskipti innlent

Þjóðhagsáætlun 2010: Kaupmáttur rýrnar um 11,4%

Reiknað er með 11,4% samdrætti ráðstöfunartekna árið 2010 en kaupmáttur þeirra aukist á nýjan leik frá árinu 2012 samkvæmt nýrri þjóðhagsáætlun forsætisráðuneytisins. Kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann mun þá hafa dregist saman um nærri fjórðung og vera í árslok 2011 álíka mikill og árið 2001.

Viðskipti innlent

Færeyingar taka yfir Vörð tryggingar

Føroya banki hefur eignast 51 prósents hlut í Verði tryggingum hf. fyrir 1.150 milljarða króna. Fyrri eigendur voru "vel opnir“ fyrir því að selja. Kaupin eru hluti af útrás bankans á tryggingamarkaði. Hugað er að frekari landvinningum.

Viðskipti innlent

Rangt að Coca-Cola hafi haft í hótunum við Nýja Kaupþing

Þorsteinn M. Jónsson stjórnarformaður Vífilfells segir það rangt að til standi að afskrifa skuldir sem tengjast fyrirtækinu eða eignarhaldi á því. Hann segir rekstur Vífilfells vera í góðu horfi sem fyrr, þó hrun íslensk efnahagslífs hafi að sjálfsögðu sett sitt mark á félagið og eiganda þess.

Viðskipti innlent

Skuldabréfaveltan var 19,4 milljarðar

Skuldabréfaveltan í kauphöllinni í dag nam 19,4 milljörðum kr. og hefur ekki verið meiri á einum degi á þessu ári. Þess ber að geta að Seðlabankinn seldi íbúðabréf fyrir 11 milljarða á markaðinum í morgun.

Viðskipti innlent

Rússa vantar pening

Íslendingum tóks ekki að ná samkomulagi við Rússa um lán en Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra fundaði með kollega sínum Alexei Kudrin í Istanbul í gær en þeir eru báðir viðstaddir ársfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Kudrin sagði við blaðamenn eftir fundinn í gær að fundum verði haldið áfram.

Viðskipti innlent

Skattahækkanir og gjöld kynda undir verðbólgubálinu

Greining Nýja Kaupþings gerir ráð fyrir að ríkið valdi 1,3% hækkun neysluverðs í upphafi næsta árs vegna hækkana á sköttum og gjöldum. Þegar spá greiningarinnar um 0,35% viðbótarhækkun verðlags á sama tíma er tekin með í reikninginn, vegna hækkana hjá sveitarfélögum og orkufyrirtækjum, er niðurstaðan 1,65% hækkun vísitölu neysluverðs vegna hækkana hjá hinu opinbera í byrjun næsta árs.

Viðskipti innlent

Grét með dótturina í fanginu þegar bankinn féll

Lýsingin á því þegar ljóst var að Kaupthing Singer & Friedlander færi í greiðslustöðvun er nokkuð dramatísk í bók Ármanns Þorvaldssonar fyrrum forstjóra bankans sem kemur út í þessari viku. Hann segir að þegar FSA, Breska fjármálaeftirlitið, vildi setja bankann í greiðslustöðvun hafi verið óskað eftir samvinnu stjórnarinnar. Ármann segir að þar sem bankinn hafi ekki átt aðra kosti hafi þeir samþykkt það daufir í bragði.

Viðskipti innlent

Var boðið að verða bankastjóri Landsbankans og Glitnis

Ármanni Þorvaldssyni fyrrum forstjóra Singer & Friedlander var bæði boðið að vera bankastjóri Landsbankans og Glitnis. Þetta kemur fram í bók Ármanns um íslenska viðskiptalífið sem kemur út í þessari viku. Ármann segir að þetta hefði auðvitað þýtt meir peninga og meiri vegsemd fyrir sig.

Viðskipti innlent

Krafa þrotabús Baugs í óvissu

Krafa þrotabús Baugs á hendur Kaupþingi er í óvissu þar sem bankinn segir hana ekki eiga heima í nýja bankanum heldur þeim gamla. Svo gæti farið að dómstólar þurfi að úrskurða um hvar krafan raunverulega á heima.

Viðskipti innlent

VBS áfýjar málinu gegn Kevin Stanford

VBS fjárfestingarbanki ætlar að áfrýja til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því á föstudag. Breski viðskiptajöfurinn Kevin Stanford og fjárfestingarsjóðurinn Kcaj voru sýknaðir af 1,1 milljarða króna kröfu VBS. Fjárfestingarbankinn taldi að Stanford og Kcaj hefðu gengist undir sjálfskuldarábyrgð á 5 milljóna punda láni til breska félagsins Ghost fyrir tveimur árum eða um einn milljarð króna. Ghost varð gjaldþrota og Stanford og Kcaj neituðu að greiða lánið.

Viðskipti innlent

Lesblindur tollvörður klúðraði kaupunum á Newcastle

Kaup Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á breska fótboltaliðinu Newcastle United fóru út um þúfur þegar fréttir af kaupunum láku. Samningnum fylgdi loforð um þagmælsku en sagan komst á kreik þegar lesblindur tollvörður á Reykjavíkurflugvelli las Owner í stað Owen af Newcastle treyju sem Jón Ásgeir klæddist.

Viðskipti innlent