Lífið

Lindsay aftur sökuð um fataþjófnað

Það eru einungis nokkrir dagar síðan háskólanemi í New York sakaði Lindsay Lohan um að hafa stolið af sér pelsi, og nú er önnur stúlka komin fram með svipaðar ásakanir.

Lífið

Ófrísk að átjánda barni

Michelle Duggar fær líklega blómvönd eða tvo á mæðradaginn á morgun. Michelle, sem er fjörtíu og eins árs, er nú ófrísk að átjánda barni sínu og eiginmannsins, Jims Bob Duggar.

Lífið

Jenna Bush giftir sig í Texas

Jenna Bush, 26 ára dóttir George Bush bandaríkjaforseta, gengur í hnapphelduna í dag og verður brúðkaupið haldið á búgarði rétt utan við Crawford í Texas.

Lífið

Sálfræðingur bjargaði þættinum

Sjónvarpsstjórinn Ingvi Hrafn leitaði til Kolbrúnar Baldursdóttur sálfræðings í þeirri von um að ná sáttum milli Kolfinnu Baldvins og Ásdísar Olsen eftir að upp úr sauð milli þeirra í beinni útsendingu í síðustu viku.

Lífið

Sigraði í spurningakeppni sveitarfélaganna

Lið Kópavogs sigraði lið Reykjavíkur í úrslitaþætti spurningakepninnar Útsvar í Ríkissjónvarpinu í kvöld. Mikil spenna var í lokin og hefðu Reykvíkingar getað jafnað metin hefðu þeir svarað síðustu spurningunni. Lið Kópavogs vann með einu stigi.

Lífið

Coldplay í tónleikaferð í sumar

Hljómsveitin Coldplay tilkynnti í dag um fyrirhugaða tónleikaferð sveitarinn. Tónleikaferðin ber heitið Viva La Vida, og hefst hún í Philadelphiu þann 29.júní og lýkur í Salt Lake City þann 22.nóvember.

Tónlist

Listahátíð hefst í næstu viku

Þann 15. maí hefst þriggja vikna dagskrá Listahátíðar í Reykjavík með fjölbreyttum tónlistar- og sviðlistaviðburðum og miklum fjölda myndlistarsýninga. Viðburðirnir eiga sér stað í sýningarsölum, listasöfnum, galleríum og á götum úti og teygja einnig anga sína út á land.

Menning

Selma léttist um 3 kíló á 10 dögum

"Ég hefði viljað taka með mér nesti til Ukraínu því verri mat hef ég aldrei fengið. Ég missti 3 kíló á 10 dögum," segir Selma Björnsdóttur sem söng eins og landsmenn muna árið 2005 lagið If I had your Love í undankeppninni í Kiev.

Lífið

Hélt hann væri í falinni myndavél

Stefán Hilmarsson poppsöngvari hélt að hann væri í falinni myndavél hjá Auðunni Blöndal þegar honum var tilkynnt að hann hefði verið kjörinn heiðurslistamaður Kópavogsbæjar. Það þurfti að segja honum fréttirnar tvisvar svo hann tryði þeim.

Lífið

Hefner vill þær ungar

Hugh Hefner, rúmlega áttræður ritstjóri Playboy, segir Disneystjörnunni Miley Cyrus guðvelkomið að sitja fyrir hjá blaðinu þegar hún er orðin átján.

Lífið

Svava Johansen fær samúðarkveðjur

"En svona er nú smekkurinn misjafn. Ég hef fengið ótrúleg komment og fundið fyrir undrun fólks fyrir svona vali en þetta eru bara álitsgjafar að segja hvað þeim finnst.," svaraði Svava Johansen eigandi tískukeðjunnar NTC þegar Visir hafði samband við hana eftir að hún var valin ein af verst klæddu konum landsins í Föstudegi, fylgiblaði Fréttablaðsins.

Lífið

Dónaleg og niðurlægjandi ummæli

"Ég er hættur að taka þátt í að vera álitsgjafi af því að ég segi ekki slíka hluti um fólk eins og sagt er um konurnar í Fréttablaðinu í dag. Ég tala aldrei svona til fólks og myndi ekki láta hafa svona eftir mér" svarar Heiðar Jónsson snyrtir aðspurður um hans skoðun á vali dómnefndar Föstudags, fylgirits Fréttablaðsins um verst og best klæddu konum landsins.

Lífið

Logi Bergmann leikur nashyrning

Sjónvarpsmaðurinn góðkunni Logi Bergmann Eiðsson sýnir á sér nýja hlið í sumar í íslenskri útgáfu myndarinnar Kung Fu Panda, þar sem hann fer með lítið hlutverk nashyrningsins Commander Rhino.

Lífið

Gulli Helga hleður batteríin í París

Gulli Helga og eiginkona ætla í langþráð frí um næstu helgi og hlaða batteríin í París. „Þetta er búið að vera svolítið mikið. Vægast sagt,“ segir Gulli. Hann hefur hvergi slegið slöku við undanfarið, og sinnt öllum hefðbundum störfum sínum auk þess að vinna við Hæðina. „Þetta er eiginlega búin að vera samfelld törn frá því í september.“

Lífið

Fagnað eins og stjórstjörnu í Royal Albert Hall

Aðstoðarritstjóri breska glanstímaritsins Hello, Rosie Nixon, var ein af gestum Garðars Thórs í gærkveldi í Royal Albert Hall. Með honum á borði í gærkvöldi voru einnig Tinna Lind Gunnarsdóttir eiginkona hans, Tryggvi Jónsson stjórnarmaður í Believer Music útgáfufyrirtæki Garðars, Einar Bárðarson ásamt fleiri samstarfsmönnum.

Lífið

Boðorð borgarstjórans

Í devteronomion, sem er grísk-latneskt heiti fimmtu Mósebókar, er að finna frásögn af því þegar guð steig niður af himnum í eldstólpa og opinberaðist Móse á Sínaífjalli.

Lífið

Tom og Katie vilja fleiri börn

Katie Holmes getur ekki beðið eftir því að verða ólétt aftur. Suri litla er orðin tveggja ára, og samkvæmt heimildum E-online saknar Katie þess að vera með ungabarn á heimilinu. Vinir parsins segja að Tom hafi alls ekki neitt á móti hugmyndum eiginkonunnar. Hann hafi alltaf langað í fleiri börn, en Katie hafi hingað til staðið á bremsunni.

Lífið

Ætlum ekki að enda eins og Bítlarnir

„Allir í Merzedes club eru ólofaðir nema Rebekka hún er gengin út. Nei það háir okkur ekkert. Það þýðir ekkert að vera í bandinu og vera lofaður þá fer þetta bara eins Bítlarnir.

Lífið

Liv losar sig við eiginmanninn

Leikkonan Liv Tyler og eiginmaður hennar til fimm ára, breski tónlistamaðurinn Royston Langdon, eru skilin. People tímaritið hefur eftir talsmanni parsins að þau séu bestu vinir og ætli áfram að sjá í sameiningu um uppelsi sonar síns.

Lífið

Konurnar mínar eru líf mitt

Arnar Grant einkaþjálfari stendur í ströngu um þessar mundir við að sinna kroppum landsmanna og ekki síður konu og börnum sínum tveimur. "Ég hef verið á haus í vinnunni á meðan konan mín Tinna Róbertsdóttir hefur verið upptekin við að klára mastersritgerðina í lögfræði sem hún skilar einmitt í dag.

Lífið

Sættir hafa náðst á milli Ásdísar og Kolfinnu

„Ég get sagt þér það að við verðum saman með þátt annaðkvöld á ÍNN og gestur þáttarins er sálfræðingur til að ræða við okkur um samskipti. Við erum svo ólíkar og þátturinn hefur þróast í þá átt að við vitum ekkki alveg hvort okkur líður nógu vel með þetta,“ segir Ásdís Olsen sem sleit samstarfinu við Kolfinnu Baldvins í beinni útsendingu í síðustu viku.

Lífið

Nú fáum við stelpurnar heim!

„Við erum ofboðslega þakklátir og hamingjusamir. Það fyrsta sem kom upp í hugann á okkur var að nú fengjum við stelpurnar heim," segir Guðbergur Garðarsson betur þekktur sem Beggi á Hæðinni. Þeir Beggi og Pacas voru sigurvegarar Hæðarinnar í kvöld og fengu þar 2 milljónir króna í verðlaunarfé.

Lífið

Garðar Cortes vann ekki!

Garðar Thor Cortes var tilnefndur fyrir plötu sína, Cortes, til bresku klassísku tónlistarverðlaunanna. Verðlaunin voru afhent í kvöld við hátíðlega athöfn í Royal Albert Hall. Það var sveitin Blake með samnefnda plötu sem bar sigur úr bítum.

Lífið

Beggi og Pacas sigurvegarar Hæðarinnar

Beggi og Pacas voru sigurvegarar í símakosningu um fallegustu hönnun á Hæðinni. Gulli Helga stjórnandi þáttanna tilklynnti úrslitin í lokaþættinum í kvöld. Fjörtíu þúsund manns kusu í símakosningunni sem staðið hefur í eina viku.

Lífið

Vill að fyrrverandi borgi lögfræðikostnað

Ofursjarmörinn og fyrrum strandvörðurinn David Hassolhoff vill að fyrrum eiginkona sín, Pamela Bach, borgi rúmlega 650.000 króna reikning sem hann skuldar í lögfræðikostnað eftir skilnað við konuna.

Lífið