Lífið

Ófrísk að átjánda barni

Michelle Duggar fær líklega blómvönd eða tvo á mæðradaginn á morgun. Michelle, sem er fjörtíu og eins árs, er nú ófrísk að átjánda barni sínu og eiginmannsins, Jims Bob Duggar.

Börnin sautján eru á aldrinum níu mánaða til tuttugu ára, og heita öll nöfnum sem byrja á J. Hjónin búa ásamt börnunum í 650 fermetra húsi í Tontitown í Arkansasfylki, og kenna þeim heima. Enda kannski einfaldast, þar sem þau þurfa rútu til að ferja hópinn.

Hjónin segjast ætla að halda áfram að eignast börn svo lengi sem guð vill.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.