Lífið

Logi Bergmann leikur nashyrning

Sjónvarpsmaðurinn góðkunni Logi Bergmann Eiðsson sýnir á sér nýja hlið í sumar í íslenskri útgáfu myndarinnar Kung Fu Panda, þar sem hann fer með lítið hlutverk nashyrningsins Commander Rhino.

„Þeir bara báðu mig um að gera þetta og ég ákvað að slá til, ég er nú ekki mikill leikari. . Það eina sem ég hef leikið í er hræðilega vond stuttmynd sem átti nú bara að vera skólaverkefni fyrir vin minn, en endaði með því að vera sýnd og hefur fylgt mér alla tíð. Ég vona að ég geti breytt yfir hana með þessu," segir Logi, og harðneitar að gefa upp hvaða þrekvirki kvikmyndasögunnar um ræðir.

Hlutverkið er að sögn Loga pínulítið en í því fetar hann þó í fótpor ekki ómerkari manna en hins ofurdimmraddaða og þeldökka Michaels Clarke Duncan, sem leikur nashyrninginn í enskri útgáfu myndarinnar. Hann er hinsvegar þekktastur sem risinn góðlegi í The Green Mile.

Hann vill ekki kannast við að sjálfsálitið hafi beðið hnekki við það að vera boðið hlutverk nashyrnings. „Það var bara skemmtilegt. Þetta hefur að minnsta kosti orðið til þess að ég fór í ræktina."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.