Lífið

Pabbi Idol-keppanda þykir óþolandi

Jeff Archuleta má ennþá fylgjast með úr salnum.
Jeff Archuleta má ennþá fylgjast með úr salnum.
Framleiðendur American Idol hafa bannað pabba yngsta keppandans, Davids Archuleta, að koma nálægt upptákum á þáttunum.

Pabbinn, Jeff, hefur samkvæmt heimildum TMZ verið algjörlega óþolandi baksviðs, og skipt sér af öllu frá hljómsveitinni til hinna keppendanna. Síðasta hálmstráið brast svo í vikunni, þegar Jeff vildi breyta textanum við ,,Stand By Me", sem sonurinn flutti.

Framleiðendurnir sögðu honum að það mætti ekki vegna höfundarréttarákvæða. Þeir voru því minna en himinlifandi þegar Archuleta söng einmitt breytta útgáfu lagsins í þættinum.

Lögfræðingur þáttarins settist niður með pabbanum og útskýrði fyrir honum að þetta myndi kosta framleiðendurna fúlgur fjár. Honum væri upp frá þessu harðbannað að vera nálægur þegar Archuleta hinn ungi æfir sig, og alls ekki láta sjá sig neinsstaðar baksviðs.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Jeff upplifir þetta. David tók þátt í raunveruleikaþættinum Star Search fyrir nokkrum árum, og þá var pabbanum líka bannað að vera baksviðs.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.