Lífið

Garðar Cortes vann ekki!

Garðar Thor Cortes
Garðar Thor Cortes

Garðar Thor Cortes var tilnefndur fyrir plötu sína, Cortes, til bresku klassísku tónlistarverðlaunanna. Verðlaunin voru afhent í kvöld við hátíðlega athöfn í Royal Albert Hall. Það var sveitin Blake með samnefnda plötu sem bar sigur úr bítum.

Verðlaunin voru einkar glæsileg og mátti meðal annars sjá Andrea Bochelli syngja fyrir viðstadda.

Plata Garðars er fyrsta plata hans þar í landi og þegar hún kom út sat hún í fyrsta sæti á vinsældarlistum í Bretlandi í tvær vikur. Garðar sagði í samtali við Fréttir Sjónvarps fyrr í kvöld að hann byggist ekki við að sigra og það eitt að vera tilnefndur væri nóg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.