Lífið

Lindsay aftur sökuð um fataþjófnað

Lindsay í pelsinum góða.
Lindsay í pelsinum góða.
Það eru einungis nokkrir dagar síðan háskólanemi í New York sakaði Lindsay Lohan um að hafa stolið af sér pelsi, og nú er önnur stúlka komin fram með svipaðar ásakanir.

Fyrirsætan Lauren Hastings heldur því fram í viðtali við People tímaritið að Lohan hafi stolið af sér fötum fyrir fleiri þúsundir dollara. Hún segir að Lohan hafi verið gestur í partýi hjá sér, og þegar því lauk hafi hún uppgötvað að fataskáparnir hennar tveir hafi verið nær tómir. Hún segir fimm manns hafa orðið vitni að því þegar leikkonan tróð innihaldi fataskápanna í nokkra poka, og lét lífvörðinn sinn bera þá út.

Talsmaður Lohan segir söguna hreinustu þvælu, og uppspuna frá rótum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.