Lífið

Hélt hann væri í falinni myndavél

Stefán Hilmarsson
Stefán Hilmarsson

Stefán Hilmarsson poppsöngvari hélt að hann væri í falinni myndavél hjá Auðunni Blöndal þegar honum var tilkynnt að hann hefði verið kjörinn heiðurslistamaður Kópavogsbæjar. Það þurfti að segja honum fréttirnar tvisvar svo hann tryði þeim.

Tilkynnt var um heiðurslistamann Kópavogsbæjar á hátíðardagskrá lista og menningarráðs Kópavogsbæjar sem hófst í Salnum síðdegis í dag. Stefán Hilmarsson var kjörinn heiðurslistamaður bæjarins sem kom honum sjálfum nokkuð á óvart.

Stefán hefur unnið við tónlist í 23 ár og er enn að. Hann hefur búið í Kópavogi í rúman áratug og hefur haft nóg fyrir stafni sem söngvari Sálarinnar sem verður tvítug í ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.