Lífið

Sigraði í spurningakeppni sveitarfélaganna

Örn Árnason
Örn Árnason

Lið Kópavogs sigraði lið Reykjavíkur í úrslitaþætti spurningakepninnar Útsvar í Ríkissjónvarpinu í kvöld. Mikil spenna var í lokin og hefðu Reykvíkingar getað jafnað metin hefðu þeir svarað síðustu spurningunni. Lið Kópavogs vann með einu stigi.

Það var aldursforseti Kópavogsliðsins Örn Árnason sem tók við sigurverðlaunum, Ómarsbjöllunni, sem nú mun sóma sér vel á bæjarskrifstofum sveitarfélagsins.

Athygli vakti að borgarfulltrúinn Gísli Marteinn Baldursson stóð sig talsvert betur í leiknum en Örn Árnason. Einn liður keppninnar var að leika orð og var Gísli næstum með fullt hús stiga. Örn sagði að hann hefði átt að hugsa eins og leikari en ekki borgarfulltrúi eins og hann hefði gert.

Keppnin hefur staðið yfir í allan vetur í Sjónvarpinu en Kópavogsbúar fóru áfram sem stigahæsta tapliðið í fyrstu umferð keppninnar.

Vísir óskar Kópavogi tilhamingju með sigurinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.