Lífið

Það þarf ekki mikið til að þeim verði sundurorða

Ellý Ármanns skrifar
Sameinaðir eru þeir öflugir ef marka má stjörnur þeirra.
Sameinaðir eru þeir öflugir ef marka má stjörnur þeirra.

Þegar stjörnur Ólafs F. Magnússonar og Jakobs Frímanns Magnússonar eru skoðaðar þá kemur ýmislegt forvitnilegt í ljós. Tími borgarstjórans er á morgun á meðan Jakob lifir fyrir daginn í dag.

Þeir eru ólíkir en samt líkir á margan hátt. Báðir eru færir um að njóta þess góða í tilverunni en nautið (Jakob) vinnur hörðum höndum fyrir laununum sínum á meðan ljónið (Ólafur) ætlast til þess að peningarnir birtist án fyrirhafnar.

Tími Ólafs er á morgun, en Jakob, sem er mjög umhyggusamur í sambandinu, lifir fyrir daginn í dag og á því erfitt með að aðlagast háttum borgarstjórans. Það þarf ekki mikið til að þeim verði sundurorða en þeir eiga ekki síður auðvelt með að sættast.

Ólafur er ákaflega kröfuharður við Jakob en að sama skapi örlátur. Svo er greinilegt að þeir krefjast gagnkvæms trygglyndis og munu sameinaðir takast á við framtíðina með styrk og þeim einbeitta ásetningi sem einkennir þá báða til að ná árangri í borginni.

Ólafur F. Magnússon er fæddur 3. ágúst - ljón.

Jakob Frímann Magnússon er fæddur 4. maí - naut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.