Lífið

Sálfræðingur bjargaði þættinum

"Þær stöllur eru ólíkar, báðar afar sjarmerandi og flinkar og geta því vegið hvor aðra upp á skemmtilegan hátt."
"Þær stöllur eru ólíkar, báðar afar sjarmerandi og flinkar og geta því vegið hvor aðra upp á skemmtilegan hátt."

"Ég skynjaði mikla spennu í upphafi en fannst þegar leið á þáttinn slakna í henni. Sjálfri leið mér æ betur í þættinum og mat það svo að það væri vegna þess að spennan færi minnkandi. Og já ég held að þær hafi meðtekið þessa punkta og nú er að sjá hvernig mál þróast," segir Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur sem var fengin til að koma á sáttum milli Kolfinnu Baldvins og Ásdísar Olsen eftir að upp úr sauð milli þeirra í beinni útsendingu á sjónvarsstöðinni ÍNN í síðustu viku.

Kolfinna og Ásdís hafa lært af reynslunni og ætla að gefa þættinum Mér finnst annað tækifæri.

"Sjálfri finnst mér mikilvægt að þær vinni úr þessu á sama vettvangi. Kannski er það líka gaman fyrir þá sem hafa fylgst með hvernig unnið er úr samskiptaerfiðleikum. Þetta er gott fordæmi og sýnir hvernig hægt er að leysa mál og að ekki sé flúið að vettvangi þótt erfiðleikar komi upp. Þær stöllur eru ólíkar, báðar afar sjarmerandi og flinkar og geta því vegið hvor aðra upp á skemmtilegan hátt."



Þáttur Kolbrúnar í anda Dr. Phil á ÍNN

"Við Ingvi Hrafn höfum rætt saman um þátt sem ég myndi stjórna en ekki fundið út endanlegt nafn á hann enn þá. Meiningin er að taka sálfræðilegt efni jafnvel eitthvað sem ekki hefur fengið mikla umfjöllun og skoða það út frá alls kyns vinklum með gestum. Þátturinn á að vera afslappaður og öll umræða upp á borði. Ég vona að við getum byrjað í næstu viku."

Sáttaþáttur Kolfinnu og Ásdísar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.