Lífið

Fagnað eins og stjórstjörnu í Royal Albert Hall

Garðar Thór ásamt Tinnu Lind eiginkonu sinni.
Garðar Thór ásamt Tinnu Lind eiginkonu sinni.

 

Aðstoðarritstjóri breska glanstímaritsins Hello, Rosie Nixon, var ein af gestum Garðars Thórs í gærkveldi í Royal Albert Hall. Með honum á borði í gærkvöldi voru einnig Tinna Lind Gunnarsdóttir eiginkona hans, Tryggvi Jónsson stjórnarmaður í Believer Music útgáfufyrirtæki Garðars, Einar Bárðarson ásamt fleiri samstarfsmönnum.

Garðari var fagnað eins og stórstjörnu þegar hann gekk að Royal Albert Hall. Samtals tók söngvarann klukkutíma og tíu mínútur að sinna öllum aðdáendunum og fjölmiðlafólkinu sem sóttust eftir samtölum og áritunum. Plata Garðars When You Say You Love Me kemur í verslanir á Íslandi og Bretlandi 23. júní næst komandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.