Lífið

Jenna Bush giftir sig í Texas

Jenna Bush, 26 ára dóttir George Bush bandaríkjaforseta, gengur í hnapphelduna í dag og verður brúðkaupið haldið á búgarði rétt utan við Crawford í Texas.

Bush-fjölskyldan hefur reynt að halda brúðkaupinu leyndu og er fjölmiðlum meinaður aðgangur að athöfninni sem hátt í 200 manns munu sækja.

Slúðurblöð vestan hafs höfðu vonast eftir stórri athöfn í Hvíta húsinu, en slíkt hefur ekki gerst síðan Tricia, dóttir Richards Nixon, gifti sig í Rósargarðinum árið 1971.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.