Lífið

Beggi og Pacas í viðræðum um eigin matreiðsluþátt

sev skrifar
Pacas og Beggi voru himinlifandi eftir sigurinn.
Pacas og Beggi voru himinlifandi eftir sigurinn. MYND/Sigríður Guðlaugsdóttir
Tilboðunum rignir yfir þá Begga og Pacas í kjölfar þátttöku þeirra í hæðinni, og er krafta þeirra er óskað í allt frá matarbloggi til inréttinga.

„Við höfum fengið tilboð um að opna veitingahús og erum í viðræðum um að vera með matreiðsluþátt í sjónvarpi," segir Beggi. Hann og Pacas hafa lengi starfað sem kokkar, og eiga því ekki langt að sækja matreiðsluáhugann.

Pálmi Guðmundsson sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 staðfestir að stöðin sé í samningaviðræðum parið, og býst við að gengið verði frá málinu, ef af verður, á næstu dögum eða vikum. „Við bara samgleðjumst þeim innilega með sigurinn," segir Pálmi. „Það er náttúrulega morgunljóst að þarna eru stjörnur fæddar og við munum skoða þetta allt vandlega."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.