Lífið

Harry hættur með kærustunni

Harry Bretaprins og kærasta hans Chelsy Davy hafa bundið enda á samband sitt. Að sögn breska blaða skilja þau í sátt. Þau hafa þekkst í fimm ár og hafa minnst einu sinni áður slitið sambandi sínu.

Lífið

Ulrika sigraði Big Brother fyrst kvenna

Sænska sjónvarpskonan Ulrika Jonsson sigraði í Celebrity Big Brother raunveruleikaþættinum á Channel 4 í Bretlandi. Ulrika er mjög þekkt úr bresku sjónvarp og fyrir hafa búið með fótboltakappanum Stan Collymore.

Lífið

Rúmlega 4000 Fésbók notendur styðja Geir

Geir H. Haarde hefur fengið hlýjar kveðjur eftir að hann tilkynnti um veikindi sín í gær. Þannig hafa hátt í fjögur þúsund manns notað tengslasíðuna Facebook til að óska honum góðs bata. Sértök síða til að gera það hefur verið stofnuð og má þar lesa fjöldann allan af kveðjum þar sem honum er óskað hins besta í baráttunni við veikindi sín.

Lífið

Heiður að fá tilnefningu

Spænska leikkonan Penelope Cruz segir það mikinn heiður af hafa verið tilnefnd til Óskarsins fyrir hluterk sitt í Vicky Christina Barcelona. „Þessi tilnefning er heiður og hefur mikla þýðingu fyrir mig," sagði Cruz.

Lífið

Hafnaði Coldplay

Alex James, bassaleikari Blur, missti af tækifæri til að fá hljómsveitina Coldplay til að semja við útgáfufyrirtæki sitt.

Lífið

Benni Ólsari vill tíu milljónir

„Þetta mál er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Prófmál og engin furða að þessir menn séu að míga á sig. Hætt að sýna Kompás og allt enda þeir búnir að kúka upp á bak þessir pappakassar,“ segir Benjamín Þór Þorgrímsson – betur þekktur sem Benni Ólsari.

Lífið

Tónleikaferðin gekk framar vonum

Tónleikaferð hljómsveitarinnar Hjaltalín um Evrópu lýkur í ensku borginni Coventry í kvöld. Söngkonan Sigríður Thorlacius segir að ferðin hafi gengið framar vonum. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt og það er eiginlega búið að vera skemmtilegt alls staðar. Það var mjög gaman í Þýskalandi og líka á Eurosonic í Hollandi,“ segir Sigríður.

Lífið

Smáaurar fyrir Iron Man

Orðrómur er uppi um að Mickey Rourke hafi verið boðnir 250 þúsund dollarar, eða um 32 milljónir króna fyrir að leika í framhaldi hasarmyndarinnar Iron Man.

Lífið

Blanchett á frímerki

Andlit leikkonunnar Cate Blanchett mun prýða ný frímerki sem framleidd verða í heimalandi hennar, Ástralíu. „Ég er bæði undrandi og auðmjúk yfir því að ég sé orðin að frímerki. Milljónir Ástralíubúa eiga eftir að sleikja mig og ég get ekki beðið eftir því," sagði Blanchett. „Þetta sýnir einnig fram á gildi listarinnar í Ástralíu og færir hana í átt til almennrar neyslu. Ef ég er orðin hluti af því þá er ég virkilega stolt."

Lífið

Flytja inn 50 kíló af haggis

„Við veltum því auðvitað fyrir okkur hvort þetta væri heppileg hátíð fyrir Íslendinga. En við getum ekki látið smá milliríkjadeilu stöðva okkur," segir Einar Skúlason, formaður Edinborgarfélagsins, en félagið stendur fyrir 31. Burns Supper-hátíðinni í Kiwanis-húsinu við Engjateig í kvöld.

Lífið

Skemmti sér konunglega

Fjölskylda leikarans sáluga Heaths Ledger segist vera stolt og spennt yfir tilnefningu hans til Óskarsins. Ledger, sem lést fyrir ári síðan, fékk fyrir skömmu Golden Globe-verðlaunin fyrir hlutverk Jókersins í The Dark Knight.

Lífið

Augu Dana beinast að Íslandi

Danska rokksveitin D-A-D mætti til landsins í gærdag og heldur styrktartónleika fyrir Íslendinga í vanda á Nasa í kvöld. Danskir fjölmiðlar sýna heimsókninni áhuga.

Lífið

Oasis til Kína

Rokkararnir í Oasis hafa ákveðið að halda tónleika í Kína í fyrsta sinn á ferlinum. Gallagher-bræður og félagar spila í Peking og Sjanghæ þriðja og fimmta apríl en áður höfðu þeir ákveðið að koma fram í Hong Kong hinn sjöunda þess mánaðar. Oasis hefur einnig tilkynnt að hljómsveitirnar Reverend and the Makers, Twisted Wheel og The Peth muni hita upp fyrir hljómsveitina á tónleikum í Bretlandi í sumar.

Lífið

Kelly Osbourne í meðferð

Kelly Osbourne, dóttir rokkhjónanna Ozzy og Sharon, hefur skráð sig í meðferð, og ekki í fyrsta skipti. Osbourne, sem er 24 ára gömul skráði sig sjálfviljug á Hazelden sjúkrastofnunina í Oregon í dag til þess að takast á við „persónuleg málefni“ eins og blaðafulltrúi hennar orðaði það í tilkynningu.

Lífið

Óska Geir góðs bata

„Ég óska Geir innilega góðs bata og þó ég hafi verið pólitískur andstæðingur hans þá finnst mér þetta skelfilegur sjúkdómur og óska honum alls góðs," segir Eva Hauksdóttir norn þegar Vísir spyr hana um bænir sem fólk getur farið með fyrir ættingja sem takast á við veikindi. „Þegar góður vinur min fékk krabbamein safnaði ég saman kveðjum frá vinum og kunningjum ásamt galdrastöfum sem ég gerði til handa honum um góðan bata en galdur er tákn um ósk sem þú kastar," útskýrir Eva og tekur fram að hún er trúleysingi.

Lífið

Heimir og Kolla á BBC

„Maður er eiginlega alveg orðinn ruglaður. Ég held að ég sé bókaður í viðtöl langt fram eftir kvöldi," segir morgunhaninn Heimir Karlsson. Lopapeysusöfnun útvarpsþáttarins Ísland í bítið virðist sanna fyrir fullt og allt að Íslendingar bera engan kala til Breta.

Lífið

Hálaunuð Madonna í vinnunni - myndband

Hér má sjá Madonnu og hönnuðinn Marc Jacobs í vinnunni. Þau vinna að því að taka auglýsingamyndir þar sem Madonna teygir úr sér á frönsku reykmöttuðu veitingahúsi fyrir Louis Vuitton töskuframleiðandann. Fyrir að sitja fyrir í auglýsingaherferðinni fékk Madonna í kringum 1.150.000.000.- íslenskar krónur og toppar þar með bresku ofurfyrirsætuna Kate Moss í launum. Horfa á myndbandið hér.

Lífið

Ólafur F. ryður Benna Ólsara út

„Þetta er bara fyndið. Auddi var að hringja í mig og flauta þetta af. Þá var allt orðið vitlaust,“ segir Benjamín Þór Þorgrímsson sem betur er þekktur sem Benni Ólsari sem komið hefur við sögu í fréttum af handrukkunum.

Lífið

Nóra græðir á kreppunni

Bandaríkjamaðurinn Seanie Blue var svo ánægður með hljómsveitina Nóru að hann borgaði hljóðverstíma undir sveitina. „Þetta er náungi sem kom hingað fyrir löngu en kom svo aftur núna í kreppunni. Hann segist hrífast svo af sköpunarkraftinum sem hann segist finna í ástandinu hérna núna,“ segir Auður Viðarsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar Nóru.

Lífið

Ný plata Benna kemur út í Japan

Murta St. Calunga, nýjasta plata Benna Hemm Hemm, er nýkomin út í Japan. Fyrirtækið Afterhours gefur plötuna út þar í landi í samstarfi við Kimi Records. Mikil vinna hefur verið lögð í textaþýðingar og greinargóðar skýringar sem fylgja með plötunni og því greinilegt að miklar vonir eru bundnar við útgáfuna. Murta St. Calunga kom út síðasta sumar við góðar undirtektir og því má telja líklegt að Japanir eigi einnig eftir að taka plötunni opnum örmum.

Lífið

Guðjón Bergman skrifar skáldsögu á ensku

„Ég er bara rétt að byrja, en markmiðið er að klára bókina á þessu ári og ég stend yfirleitt við það sem ég ætla mér,“ segir Guðjón Bergmann, jógakennari og rithöfundur, sem vinnur nú að nýrri skáldsögu á ensku sem kallast The Search.

Lífið

Hvetur fólk til að elda

Haukur Valgeir Magnússon, matreiðslumaður á Argentínu steikhúsi, vann hjá Jamie Oliver í London. Hann viðurkennir að vera undir áhrifum frá honum í matargerð og fleiru og vill að fólk eldi meira sjálft heima.

Matur

Mógil í tónleikaferð um Belgíu

Íslensk-belgíska hljómsveitin Mógil er á leiðinni í tónleikaferð um Belgíu í febrúar. Sveitin spilar tilraunakennda djasstónlist með þjóðlegu, klassísku ívafi og hlaut fyrsta plata hennar, Ró, tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna í ár.

Lífið

Tomkat vilja bæði leika á sviði

Stjörnuparið Tom Cruise og Katie Holmes íhugar nú að flytja til London. Ástæðan er sú að þau vilja bæði taka að sér hlutverk í leikritum á West End.

Lífið

Benjamin með 13 Óskarstilnefningar

Rómantíska fantasían The Curious Case of Benjamin Button hlaut þrettán tilnefningar til Óskarsverðlaunanna í ár. Næst á eftir kom Slumdog Millionaire með tíu tilnefningar.

Lífið